Viðskipti innlent

Danska krónan komin undir 20 krónur

Danska krónan kostar nú undir 20 krónum en það hefur ekki gerst síðan á fyrrihluta ársins 2009.

Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast og er gengisvísitalan komin niður í 208,5 stig. Þegar gengið var hvað veikast á árinu í apríl s.l. stóð vísitalan í um 230 stigum.

Evran kostar nú rúmlega 148 krónur og hefur ekki verið ódýrari síðan fyrrihluta ársins 2009 eins og danska krónan.

Dollarinn kostar nú rúmlega 120 krónur og pundið kostar rúmlega 189 krónur. Hafa þessir gjaldmiðlar ekki verið ódýrari síðan í desember í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×