Yfirdráttarlán Íslendinga nema nú um 74 milljörðum króna og eru orðin jafnhá að krónugildi og þau voru árið 2008.
Þetta kom fram í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar sem rætt var við Breka Karlsson formann stofnunnar um fjármálalæsi.
Fjallað er um málið á vefsíðu Ríkisútvarpsins. Þar segir að Íslendingar eru farnir að nota yfirdráttarlán af krafti á ný. Þau hafa hækkað um rúma fjóra milljarða í júnímánuði, en um tíu milljarða alls frá áramótum.
Breki segir þótt yfirdráttur heimilanna í landinu sé svipaður og hann var í ágúst 2008 hafi verðbólga verið um 30 prósent frá því ári og því fáist mun minna fyrir yfirdráttinn nú en þá.
Breki segir yfirdráttarlán bera merki um bága fjárhagsstöðu, eða lélegt fjármálalæsi, enda beri yfirdráttarlán mjög háa vexti. Hann segir að Íslendingar borgi nú rúma 9 milljarða króna á ári í vexti af þessum lánum eða u. þ. b. ein Vaðlaheiðargöng.
Yfirdráttarlán Íslendinga jafnhá í krónum og árið 2008

Mest lesið


Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna
Viðskipti innlent

Verðbólgan hjaðnar þvert á spár
Viðskipti innlent

Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús
Viðskipti innlent

„Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“
Viðskipti innlent

Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum
Viðskipti innlent

Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra
Viðskipti innlent

Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar
Viðskipti innlent

Óvænt en breytir þó ekki spám
Viðskipti innlent

Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins?
Viðskipti innlent