Lars von Trier og Peter Aalbæk í vafasömu fasteignabraski 27. nóvember 2012 06:21 Danski leikstjórinn Lars von Trier og framleiðandi hans Peter Aalbæk létu starfsmenn kvikmyndafélags síns vera í ábyrgð fyrir lánum sem þeir notuðu í fasteignabrask án þess að starfsmennirnir vissu af því. Politiken segir frá þessu en upphaf málsins má rekja aftur til ársins 2006. Þá samþykktu starfsmenn kvikmyndafélagsins Zentropa að verða hluthafar og kaupa nær helmingshlut í kvikmyndagerð félagsins á móti þeim Lars von Trier og Peter Aalbæk. Það sem gerist svo árið eftir er að Aalbæk skrifar undir lánasamninga í nafni dótturfélags Zentropa vegna fasteignakaupa þar sem þessir nýju hluthafar í Zentropa eru gerðir ábyrgir fyrir lánum upp á 12,5 milljón danskra króna eða hátt í 300 milljón króna án þess að hafa hugmynd um það. Þeir Lars von Trier og Aalbæk notuðu svo lánin til að braska með fasteignir í Avedøre einu af úthverfum Kaupmannahafnar. Þeir munu hafa grætt þó nokkrar milljónir danskra króna á þeim viðskiptum. Talsmaður starfsmannanna er æfur af reiði vegna málsins enda hefðu lánin getað lent í fanginu á starfsmönnunum. Aalbæk segir í samtali við Politiken að samningur hefði verið til um að starfsmennirnir myndu ekki bera skaða af lánunum en hann getur ekki lagt fram þann samning. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Danski leikstjórinn Lars von Trier og framleiðandi hans Peter Aalbæk létu starfsmenn kvikmyndafélags síns vera í ábyrgð fyrir lánum sem þeir notuðu í fasteignabrask án þess að starfsmennirnir vissu af því. Politiken segir frá þessu en upphaf málsins má rekja aftur til ársins 2006. Þá samþykktu starfsmenn kvikmyndafélagsins Zentropa að verða hluthafar og kaupa nær helmingshlut í kvikmyndagerð félagsins á móti þeim Lars von Trier og Peter Aalbæk. Það sem gerist svo árið eftir er að Aalbæk skrifar undir lánasamninga í nafni dótturfélags Zentropa vegna fasteignakaupa þar sem þessir nýju hluthafar í Zentropa eru gerðir ábyrgir fyrir lánum upp á 12,5 milljón danskra króna eða hátt í 300 milljón króna án þess að hafa hugmynd um það. Þeir Lars von Trier og Aalbæk notuðu svo lánin til að braska með fasteignir í Avedøre einu af úthverfum Kaupmannahafnar. Þeir munu hafa grætt þó nokkrar milljónir danskra króna á þeim viðskiptum. Talsmaður starfsmannanna er æfur af reiði vegna málsins enda hefðu lánin getað lent í fanginu á starfsmönnunum. Aalbæk segir í samtali við Politiken að samningur hefði verið til um að starfsmennirnir myndu ekki bera skaða af lánunum en hann getur ekki lagt fram þann samning.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent