Tæknirisinn Google er verðmætara fyrirtæki en hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft. Breyting á gengi hlutabréfa fyrirtækjanna í kauphöllinni í New York í gær varð til þessa að verðmæti Google er nú um 250 milljarðar dollara.
Áætluð verðmæti Microsoft er rúmir 247 milljarðar. Fyrirtækin tvö eru þó aðeins hálfdrættingar á við Apple, verðmætasta fyrirtæki veraldar. Verðmæti Apple er metið á um 76.000 milljarða króna.

