Viðskipti innlent

Bönkum fækkar í Danmörku

Fjármálafyrirtækjum í Danmörku hefur fækkað um 76 á áratug.
Fjármálafyrirtækjum í Danmörku hefur fækkað um 76 á áratug. Fréttablaðið/pJetur
Síðustu fjögur ár hafa 40 fjármálafyrirtæki horfið af markaði í Danmörku eða verið tekin yfir af danska Fjármálaeftirlitinu.

Í umfjöllun Børsen kemur fram að bara í fyrra hafi þrír bankar farið á hausinn og sex sinnum hafi samruni átt sér stað.

Eftir standa 110 sjálfstæðar fjármálastofnanir og eru þá ekki teknir með bankar sem Fjármálaeftirlitið hefur tekið yfir. Fækkunin frá árinu 2001 nemur 76 fjármálafyrirtækjum.- óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×