Viðskipti innlent

Gengi Össurar hækkaði skarplega

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.
Gengi hlutabréfa í Össuri hækkað um tæplega 3 prósent í dag, eftir að tilkynnt var um boð stærsta hluthafa Össurar, danska fjárfestingafélagsins William Demant, í félagið í heild. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að tilboðið sé gert af tæknilegum ástæðum vegna yfirtökuskyldu. WDI hafi engin áform um að taka yfir fyrirtækið.

Önnur félög í kauphöllinni hækkuðu einnig. Þannig hækkaði gengi bréfa í Högum um 0,8 prósent og er nú 18,8. Gengi bréfa í Icelandair hækkaði um 1,4 prósent og er nú 6,47. Þá hækkaði gengi bréfa í Marel um 0,65 prósent og er gengið nú 155.

Sjá má ítarlegar markaðsupplýsingar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×