Smálánafyrirtæki sátt við ný lánalög Þorgils Jónsson skrifar 11. janúar 2012 16:00 Innleiðing Evróputilskipunar um neytendalán skyldar smálánafyrirtæki til að gera greiðslumat á viðskiptavinum. Rekstur fyrirtækjanna gengur vel og þau skila hagnaði. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið stefnir að því að leggja fram til umsagnar drög að frumvarpi um neytendalán í næsta mánuði. Með því verður innleidd Evróputilskipun um neytendalán sem eykur og skýrir réttindi neytenda og lánveitendum verður meðal annars gert að framkvæma greiðslumat áður en samið er um lán. Smálánafyrirtæki falla undir þessi fyrirhuguðu lög, en starfsemi þeirra hefur verið talsvert umdeild síðustu misseri, en nú eru á markaði hérlendis fyrirtækin Kredia og Hraðpeningar sem lána meðal annars í gegnum sms-skeyti. Afkoma fyrirtækjanna hefur verið ágæt þar sem framkvæmdastjóri Kredia segir reksturinn í jafnvægi og Hraðpeningar högnuðust um fjórtán milljónir árið 2010. Meðal annars bárust nokkrar umsagnir varðandi frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra í apríl síðastliðnum þar sem Velferðarvakt velferðarráðuneytisins varaði til dæmis við starfsemi smálánafyrirtækja og vildi helst að þau yrðu bönnuð. Leifur A. Haraldsson, framkvæmdastjóri Kredia, segist þó, í samtali við Markaðinn, fagna því að tilskipunin verði innleidd. „Við fögnum þessu heils hugar og erum búin að bíða eftir því að þetta verði innleitt hér á landi." Aðspurður segist Leifur ekki telja að þessi nýja löggjöf muni hafa neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins. „Við störfum þegar eftir þessum reglum að mestu leyti. Við erum einnig með rekstur í Evrópu [í Tékklandi] þar sem við förum eftir Evrópusambandsreglunum og okkar vinnureglur á Íslandi eru nokkurn veginn alveg eins." Leifur segir Kredia vinna að því að hefja starfsemi í enn einu landinu og stefni að því að færa sig út til enn fleiri landa næstu tvö ár. Varðandi afkomu fyrirtækisins segir Leifur að gerð ársreiknings fyrir árið 2010 sé ekki enn að fullu lokið og því liggi rekstrarniðurstaða ekki fyrir. „En reksturinn í fyrra kom okkur yfir strikið og við erum mjög ánægðir með að vera búnir að ná jafnvægi í reksturinn eftir þessi þrjú ár sem við höfum starfað." Hitt fyrirtækið á markaðnum, Hraðpeningar, skilaði ársreikningi rétt fyrir áramót og þar kemur fram að hagnaður ársins 2010 var rúmar fjórtán milljónir. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Innleiðing Evróputilskipunar um neytendalán skyldar smálánafyrirtæki til að gera greiðslumat á viðskiptavinum. Rekstur fyrirtækjanna gengur vel og þau skila hagnaði. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið stefnir að því að leggja fram til umsagnar drög að frumvarpi um neytendalán í næsta mánuði. Með því verður innleidd Evróputilskipun um neytendalán sem eykur og skýrir réttindi neytenda og lánveitendum verður meðal annars gert að framkvæma greiðslumat áður en samið er um lán. Smálánafyrirtæki falla undir þessi fyrirhuguðu lög, en starfsemi þeirra hefur verið talsvert umdeild síðustu misseri, en nú eru á markaði hérlendis fyrirtækin Kredia og Hraðpeningar sem lána meðal annars í gegnum sms-skeyti. Afkoma fyrirtækjanna hefur verið ágæt þar sem framkvæmdastjóri Kredia segir reksturinn í jafnvægi og Hraðpeningar högnuðust um fjórtán milljónir árið 2010. Meðal annars bárust nokkrar umsagnir varðandi frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra í apríl síðastliðnum þar sem Velferðarvakt velferðarráðuneytisins varaði til dæmis við starfsemi smálánafyrirtækja og vildi helst að þau yrðu bönnuð. Leifur A. Haraldsson, framkvæmdastjóri Kredia, segist þó, í samtali við Markaðinn, fagna því að tilskipunin verði innleidd. „Við fögnum þessu heils hugar og erum búin að bíða eftir því að þetta verði innleitt hér á landi." Aðspurður segist Leifur ekki telja að þessi nýja löggjöf muni hafa neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins. „Við störfum þegar eftir þessum reglum að mestu leyti. Við erum einnig með rekstur í Evrópu [í Tékklandi] þar sem við förum eftir Evrópusambandsreglunum og okkar vinnureglur á Íslandi eru nokkurn veginn alveg eins." Leifur segir Kredia vinna að því að hefja starfsemi í enn einu landinu og stefni að því að færa sig út til enn fleiri landa næstu tvö ár. Varðandi afkomu fyrirtækisins segir Leifur að gerð ársreiknings fyrir árið 2010 sé ekki enn að fullu lokið og því liggi rekstrarniðurstaða ekki fyrir. „En reksturinn í fyrra kom okkur yfir strikið og við erum mjög ánægðir með að vera búnir að ná jafnvægi í reksturinn eftir þessi þrjú ár sem við höfum starfað." Hitt fyrirtækið á markaðnum, Hraðpeningar, skilaði ársreikningi rétt fyrir áramót og þar kemur fram að hagnaður ársins 2010 var rúmar fjórtán milljónir.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira