Skattlagning á gistingu skilar hátt í 3,4 milljörðum króna 4. september 2012 16:32 Ferðmenn. Ætla má að heildarútgjöld erlendra ferðamanna hækki um tæp 2% við hækkun virðisaukaskatts á gistingu. Þetta kemur fram í skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur látið taka saman fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið um áhrif þess að hækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að mikill og stöðugur vöxtur hefur verið í komu erlendra ferðamanna hingað til lands undanfarin ár. Langtímavöxtur er 7,7% en í fyrra sóttu Ísland heim um 565.000 erlendir ferðamenn. Það er 16% aukning frá árinu á undan. Þróunin hefur haldið áfram á þessu ári og er aukningin fyrstu sjö mánuðina 17,2%. Svo segir í tilkynningunni: „Verði Ísland áfram vinsæll kostur ferðamanna, líkt og reynsla undangenginna áratuga gefur til kynna, gæti nú verið heppilegur tími til að hækka aftur virðisaukaskatt á ferðaþjónustu, að því er fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar. Þar segir að gera megi ráð fyrir að hækkun virðisaukaskatts skili ríkissjóði 3,2-3,4 milljörðum króna í viðbótartekjur. Í skýrslunni er farið yfir að hlutur ferðaþjónustu í vergri landsframleiðslu (VLF) var 5,9% árið 2009. Til samanburðar var áætlað að vægi fiskveiða væri 5,8% og vægi fiskvinnslu 4,3%. Hlutur ferðaþjónustu í ríkisbúskapnum er hærri hér en í nágrannalöndunum, en árið 2009 voru um 5% starfa í ferðaþjónustu."Meðal þess sem fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar er eftirfarandi:- Skattbyrði á gistiþjónustu, þegar bæði er litið til virðisaukaskatts og tekjuskatts á fyrirtæki er lægri hér á landi en í Noregi og Danmörku.- Eingöngu í Bretlandi, Danmörku, Litháen og Slóvakíu er skattur á gistingu í hæsta virðisaukaskattsþrepi, annars staðar er gistiþjónusta yfirleitt minna skattlögð.- Árið 2007 lækkaði virðisaukaskattur á gistingu úr 14% í 7%. Mestur hluti þeirrar lækkunar virðist hafa fallið gistihúsum í skaut, en verð á gistingu lítt lækkað. Því má líta á lækkunina sem niðurgreiðslur eða styrk til atvinnugreinarinnar.- Umfang og vöxtur í greininni er með þeim hætti að hún getur vart talist sprotagrein sem þurfi á opinberum stuðningi að halda.- Mikill fjöldi ferðamanna eykur álag á náttúru landsins. Ferðaþjónusta byggist á nýtingu náttúruauðlindar, líkt og sjávarútvegur og orkuvinnsla. Af þessum ástæðum má færa rök fyrri meiri skattlagningu í ferðaþjónustu en í flestum öðrum greinum.- Erlendar rannsóknir gefa til kynna að hækkun á verði á gistingu leiði ekki til þess að eftirspurn dragist saman um samsvarandi hlutfall.- Verði Ísland áfram vinsæll kostur ferðamanna, líkt og reynsla undangenginna ára hefur verið, gæti nú verið heppilegur tími til að hækka aftur virðisaukaskatt á ferðaþjónustu.- Hækki gistikostnaður í kjölfar hærri virðisaukaskatts um 17,3% en annað breytist ekki, má gera ráð fyrir að heildarútgjöld erlendra ferðamanna hækki um tæp 2% við breytinguna.- Ekki hefur verið litið til annarra áhrifa sem lækkun virðisaukaskatts gæti hafa haft í för með sér, en að öllu jöfnu má gera ráð fyrir að lágur skattur dragi úr líkum á undanskotum frá skatti og stækki skattstofn.- Gera má ráð fyrir að hækkun virðisaukaskatts skili ríkissjóði 3,2-3,4 milljörðum króna í viðbótartekjur. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Ætla má að heildarútgjöld erlendra ferðamanna hækki um tæp 2% við hækkun virðisaukaskatts á gistingu. Þetta kemur fram í skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur látið taka saman fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið um áhrif þess að hækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að mikill og stöðugur vöxtur hefur verið í komu erlendra ferðamanna hingað til lands undanfarin ár. Langtímavöxtur er 7,7% en í fyrra sóttu Ísland heim um 565.000 erlendir ferðamenn. Það er 16% aukning frá árinu á undan. Þróunin hefur haldið áfram á þessu ári og er aukningin fyrstu sjö mánuðina 17,2%. Svo segir í tilkynningunni: „Verði Ísland áfram vinsæll kostur ferðamanna, líkt og reynsla undangenginna áratuga gefur til kynna, gæti nú verið heppilegur tími til að hækka aftur virðisaukaskatt á ferðaþjónustu, að því er fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar. Þar segir að gera megi ráð fyrir að hækkun virðisaukaskatts skili ríkissjóði 3,2-3,4 milljörðum króna í viðbótartekjur. Í skýrslunni er farið yfir að hlutur ferðaþjónustu í vergri landsframleiðslu (VLF) var 5,9% árið 2009. Til samanburðar var áætlað að vægi fiskveiða væri 5,8% og vægi fiskvinnslu 4,3%. Hlutur ferðaþjónustu í ríkisbúskapnum er hærri hér en í nágrannalöndunum, en árið 2009 voru um 5% starfa í ferðaþjónustu."Meðal þess sem fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar er eftirfarandi:- Skattbyrði á gistiþjónustu, þegar bæði er litið til virðisaukaskatts og tekjuskatts á fyrirtæki er lægri hér á landi en í Noregi og Danmörku.- Eingöngu í Bretlandi, Danmörku, Litháen og Slóvakíu er skattur á gistingu í hæsta virðisaukaskattsþrepi, annars staðar er gistiþjónusta yfirleitt minna skattlögð.- Árið 2007 lækkaði virðisaukaskattur á gistingu úr 14% í 7%. Mestur hluti þeirrar lækkunar virðist hafa fallið gistihúsum í skaut, en verð á gistingu lítt lækkað. Því má líta á lækkunina sem niðurgreiðslur eða styrk til atvinnugreinarinnar.- Umfang og vöxtur í greininni er með þeim hætti að hún getur vart talist sprotagrein sem þurfi á opinberum stuðningi að halda.- Mikill fjöldi ferðamanna eykur álag á náttúru landsins. Ferðaþjónusta byggist á nýtingu náttúruauðlindar, líkt og sjávarútvegur og orkuvinnsla. Af þessum ástæðum má færa rök fyrri meiri skattlagningu í ferðaþjónustu en í flestum öðrum greinum.- Erlendar rannsóknir gefa til kynna að hækkun á verði á gistingu leiði ekki til þess að eftirspurn dragist saman um samsvarandi hlutfall.- Verði Ísland áfram vinsæll kostur ferðamanna, líkt og reynsla undangenginna ára hefur verið, gæti nú verið heppilegur tími til að hækka aftur virðisaukaskatt á ferðaþjónustu.- Hækki gistikostnaður í kjölfar hærri virðisaukaskatts um 17,3% en annað breytist ekki, má gera ráð fyrir að heildarútgjöld erlendra ferðamanna hækki um tæp 2% við breytinguna.- Ekki hefur verið litið til annarra áhrifa sem lækkun virðisaukaskatts gæti hafa haft í för með sér, en að öllu jöfnu má gera ráð fyrir að lágur skattur dragi úr líkum á undanskotum frá skatti og stækki skattstofn.- Gera má ráð fyrir að hækkun virðisaukaskatts skili ríkissjóði 3,2-3,4 milljörðum króna í viðbótartekjur.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur