Viðskipti innlent

Óbreyttir vextir hjá Seðlabankanum

Engar breytingar verða á vöxtum Seðlabankans í næsta mánuði. Þetta kemur fram á vefsíðu bankans en sem kunnugt er var stýrivöxtum bankans haldið óbreyttum við síðustu vaxtaákvörðun.

Dráttarvextir verða því áfram 12,75%, vextir óverðtryggra lána 6,4%, vextir verðtryggðra lána 3,75% og vextir af skaðabótakröfum tæp 4,3%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×