Viðskipti innlent

Deutshe Bank hvorki bað um né fékk undanþágu

Deutsche Bank hefur hvorki beðið um né fengið undanþágu frá gjaldeyrishöftunum. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn frá Eygló Harðardóttur þingmanni Framsóknarflokksins á Alþingi.

Eygló spurði af hverju Deutsche Bank var heimilað að taka 15 milljarða kr. í erlendum gjaldeyri út úr landinu? Á grunni hvaða laga og reglugerða byggðist sú ákvörðun?

Í þriðja lagi vildi Eygló vita hvort vænta mætti að sérútvaldir aðilar fái aftur að fara með háar upphæðir úr landi óháð gjaldeyrishöftunum?

Í tölvupósti frá Stefáni J. Stefánssyni ritstjóra Seðlabankans segir: "Svarið er að hvorki hefur verið beðið um undanþágu af þessu tagi og því síður hefur hún verið veitt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×