Viðskipti innlent

Sá besti hefur ávaxtað eignir sínar um 8,78 prósent

Magnús Halldórsson skrifar
Sá sem bestum árangri hefur náð í Ávöxtunarleiknum, frá að hann hófst 1. október sl., hefur náð að ávaxta spilapeninga sína um 8,78 prósent, miðað við stöðuna eins og hún var við lokun markaða í gær. Það verður að teljast góð ávöxtun á einungis rúmlega þremur vikum, ekki síst þar sem reglur leiksins segja til um að dreifing eigna verði að góð, þ.e. í hlutabréfum, skuldabréfum, gjaldeyri og sjóðum.

Leikurinn hefur farið afar vel af stað en vel á fimmta þúsund þátttakendur eru í honum, og hafa þeir framkvæmt ríflega 51 þúsund viðskipti. Vinsælasta fjárfestingin eru hlutabréf í stoðtækjafyrirtækinu Össur.

Leikurinn er samstarfsverkefni Keldunnar, sem á og rekur leikinn, Vísis, Nasdaq OMX Kauphallar Íslands, VÍB eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, og Libra.

Sérstök verðlaun verða veitt fyrir hástökkvara mánaðarins, sem kynnt verða á næstu dögum, þ.e. fyrir hann sem bestri ávöxtun nær innan hvers mánaðar. Sigurvegari leiksins fær ferð fyrir tvo til New York, auk 200 þúsund króna í sjóðum VÍB, en keppnistímabil leiksins er fram í maí á næsta ári.

Hér geta spilarar komist í leikinn, og nýjir þátttakendur skráð sig til leiks. Hér er síðan Facebook síða leiksins, þar sem helstu upplýsingum um ganga mála í leiknum er komið á framfæri.

Staða þeirra sem eru í tíu efstu sætunum, og ávöxtun spilapeninga þeirra, er eftirfarandi, miðað við lokun markaða í gær:

1 Bjarni Kolbeinsson +8,78

2 Rakel Ásgeirsdóttir +8,36

3 Benedikt Benediktsson +6,28

4 Tómas Árni Jónsson +6,15

5 Jónína Olsen +6,08

6 Óli Þór Ásgeirsson +5,69

7 Kjartan Ásþórsson +4,63

8 Gísli Halldórsson +3,73

9 Stefán Jónsson +3,44

10 Ingólfur Árni Gunnarsson +3,42












Fleiri fréttir

Sjá meira


×