Viðskipti innlent

Skipti tryggir rekstrarhæfi út árið

Friðrik Friðriksson
Friðrik Friðriksson
Í ársreikningnum segir að „þrátt fyrir rekstrartap á árinu 2011 hefur orðið umtalsverður viðsnúningur í rekstri félagsins á árinu 2011 þar sem rekstrartap hefur lækkað verulega samanborið við fyrra ár og skýrist það einkum af hagræðingaraðgerðum stjórnenda auk þess sem vöxtur hefur verið í tekjum félagsins á árinu […] Eiginfjárstaða félagsins í árslok er neikvæð en stjórnendur telja að ekki leiki vafi á áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins þar sem móðurfélag þess, sem er jafnframt stærsti lánardrottinn þess, mun styðja fjárhagslega við rekstur félagsins og tryggja áframhaldandi rekstur þess a.m.k. næstu 12 mánuði".

Friðrik segir ekki hafa verið rætt mikið um það hvort skynsamlegt væri að breyta skuldum Skjásins við Skipti í hlutafé til að laga eiginfjárstöðuna. „Eigandinn ræður ferðinni í því hvernig hann vill hafa skipulagið á efnahagsreikningnum. Við erum um leið stór viðskiptavinur Símans í dreifingu. Þannig að það er þeirra [eigandans] að svara fyrir þetta frekar en að ég geri það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×