Viðskipti innlent

WOW air í samkeppni á ellefu leiðum af fimmtán

Jón Hákon Halldórsson skrifar
WOW air keypti í gær rekstur Iceland Express.
WOW air keypti í gær rekstur Iceland Express. Mynd/ Pjetur
WOW air er í samkeppni við önnur flugfélög á ellefu leiðum af þeim fimmtán sem flugfélagið flýgur til næsta sumar. Þetta kemur fram á vefnum Túristi.is. Icelandair flýgur til átta borga sem WOW air flýgur til, flugfélögin German Wings Airberlin og Lufthansa fljúga til þriggja borga í Þýskalandi sem WOW mun fljúga til. Aftur á móti mun WOW air sitja eitt að áætlunarflugi til Alicante, Varsjár, Vilnius og Lyon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×