Viðskipti innlent

Vill að Ríkisendurskoðun setji upp reiknivél fyrir lántakendur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd.
Guðlaugur Þór Þórðarson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd.
Guðlaugur Þór Þórðarson lagði til á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun að Ríkisendurskoðun yrði falið að setja upp reiknivél fyrir lántakendur erlendra lána.

Í tillögu Guðlaugs segir að nýlegur dómur Hæstiréttar um mál Borgabyggðar og Arion banki sé enn ein staðfesting þess að endurreikningurinn hafi ekki verið rétt framkvæmdur og hafa lántakendur borið mikinn skaða af. Aðstöðumunur sé mikill á milli lántakanda og fjármálastofnana.

„Mikilvægt að lánatekendur geti sótt sér sem bestar upplýsingar með einföldum hætti. Því miður sýna dómar Hæstaréttar að gagnrýni á stjórnvöld og eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði hafa átt að rök að styðjast. Þess vegna er lagt til að stofnun sem heyrir undir Alþingi verði falið að setja upp reiknivélina," segir í tillögunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×