Viðskipti innlent

Þrír nýir kaflar opnaðir í aðildarviðræðunum við ESB

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stefán Haukur Jóhannesson, formaður samninganefndar Íslands.
Stefán Haukur Jóhannesson, formaður samninganefndar Íslands.
Þriðji fundur vegna aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið fór fram í dag í Brussel. Á fundinum voru þrír nýir kaflar opnaðir, fjármálaþjónusta, tölfræði og tollamál.

Varðandi fjármálaþjónustu, þá kom Evrópusambandið þeim skilaboðum á framfæri að Íslendingar væru að ná góðum árangri í samræmi við kröfur Evrópusambandsins. Jafnframt væri verið að vinna að því að innleiða að fullu tilskipun um innstæðutryggingar og „Omnubus I" tilskipunina sem varðar eftirlitsstofnanir. Þessar aðgerðir íslenskra stjórnvalda séu líka í fullu samræmi við samninginn um evrópska efnahagssvæðið.

Nú hefur 21 kafli af 35 verið ræddir ítarlega í aðildarviðræðunum og 10 þeirra hefur verið lokað. Búist er við því að nýr fundur í aðildariðræðunum verði í desember, að því er fram kemur á vefnum New Europe.

Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu í júlí 2009 og ákveðið var í júní ári seinna að aðildarviðræður myndu hefjast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×