Valdamesta unga fólkið í heiminum - Zuckerberg efstur Magnús Halldórsson skrifar 26. desember 2012 10:30 Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook. Á lista yfir valdamesta fólkið í heiminum er fólk sem hefur afrekað margt þrátt fyrir ungan aldur. Í efsta sæti yfir valdamesta unga fólkið í heiminum er Mark Zuckerberg (28 ára), forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Þrátt fyrir að skráning félagsins á markað hafi ekki gengið vel, og eignir Zuckerberg lækkað í virði milli ára um þrjá milljarða dala, eða jafnvirði tæplega 380 milljarða króna, þá verða áhrif Facebook á líf fólks seint ofmetin. Notendur Facebook á heimsvísu fóru yfir einn milljarð í október á þessu ári, og fjölgar þeim stöðugt. Í öðru sæti er einræðisherrann í Norður-Kóreu, Kim Jong-Un (29 ára). Hann stjórnar ríki sem er með um 24 milljónir íbúa, með ógnarstjórn og ævintýralegri miðstýringu. Stórþjóðir heimsins horfa til Norður-Kóreu með illu augnarráði, en Jong-Un lætur sér fátt um finnast og heldur áfram með stjórnunarstíl föður síns Kim Jong-Il. Í þriðja sæti eru menn sem hafa verið á lista Forbes í meira en tíu ár, þrátt fyrir að vera aðeins 39 ára gamlir. Þetta eru Larry Page, forstjóri Google, og Sergey Brin, sem nú stýrir þróun sérverkefna hjá Google. Þeir eru stofnendur Google, og er enn stórir hluthafar. Áður en þeir fóru að grúska og fikta sig áfram með forritun, þá var ekki til neitt sem heitir að „googl-a". Það eitt og sér er áhrifamikið afrek, miðað við það hversu margir nýta sér leitarvél Google við dagleg störf sín í dag. Sjá má umfjöllun Forbes yfir valdamesta unga fólksins heimsins hér. Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Á lista yfir valdamesta fólkið í heiminum er fólk sem hefur afrekað margt þrátt fyrir ungan aldur. Í efsta sæti yfir valdamesta unga fólkið í heiminum er Mark Zuckerberg (28 ára), forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Þrátt fyrir að skráning félagsins á markað hafi ekki gengið vel, og eignir Zuckerberg lækkað í virði milli ára um þrjá milljarða dala, eða jafnvirði tæplega 380 milljarða króna, þá verða áhrif Facebook á líf fólks seint ofmetin. Notendur Facebook á heimsvísu fóru yfir einn milljarð í október á þessu ári, og fjölgar þeim stöðugt. Í öðru sæti er einræðisherrann í Norður-Kóreu, Kim Jong-Un (29 ára). Hann stjórnar ríki sem er með um 24 milljónir íbúa, með ógnarstjórn og ævintýralegri miðstýringu. Stórþjóðir heimsins horfa til Norður-Kóreu með illu augnarráði, en Jong-Un lætur sér fátt um finnast og heldur áfram með stjórnunarstíl föður síns Kim Jong-Il. Í þriðja sæti eru menn sem hafa verið á lista Forbes í meira en tíu ár, þrátt fyrir að vera aðeins 39 ára gamlir. Þetta eru Larry Page, forstjóri Google, og Sergey Brin, sem nú stýrir þróun sérverkefna hjá Google. Þeir eru stofnendur Google, og er enn stórir hluthafar. Áður en þeir fóru að grúska og fikta sig áfram með forritun, þá var ekki til neitt sem heitir að „googl-a". Það eitt og sér er áhrifamikið afrek, miðað við það hversu margir nýta sér leitarvél Google við dagleg störf sín í dag. Sjá má umfjöllun Forbes yfir valdamesta unga fólksins heimsins hér.
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira