Ramune: Nýtt upphaf fyrir mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júní 2012 07:30 Ramune er hér í leik með Haukum en þar vann hún fjölmarga titla áður en hún hélt til Noregs árið 2010.fréttablaðið/anton Handboltakonan Ramune Pekarskyte fær á næstunni íslenskan ríkisborgararétt og verður hún gjaldgeng í íslenska landsliðið síðar á árinu. Hún er 31 árs gömul og stefnir á að setjast að á Íslandi eftir að handboltaferlinum lýkur. Stórskyttan Ramune Pekarskyte fær íslenskan ríkisborgararétt ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp allsherjar- og menntamálanefndar um veitingu ríkisborgararéttar. Tillagan var á dagskrá þingsins í gær og fær væntanlega skjóta afgreiðslu. Tíðindin þykja góð fyrir íslenskan handknattleik og ekki síst kvennalandsliðið í handbolta enda Ramune öflugur leikmaður. „Hún er einn besti sóknarmaðurinn í norsku deildinni, sem er ásamt þeirri dönsku besta deild heims," sagði landsliðsþjálfarinn Ágúst Þór Jóhannsson sem hefur þjálfað hana hjá Levanger í Noregi undanfarin tvö ár. Ágúst hætti reyndar með félagið undir lok tímabilsins en Ramune, sem er fædd í Litháen, framlengdi samning sinn um tvö ár. „Ég er mjög spennt fyrir þessu enda nýtt upphaf og nýtt líf fyrir mig," sagði Ramune á góðri íslensku þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Hún spilaði með Haukum í átta ár áður en Ágúst fékk hana til Noregs fyrir tæpum tveimur árum síðan. Hún verður 32 ára síðar á þessu ári og á því mörg góð ár eftir í boltanum. Mamma ekki ánægð í fyrstu„Ég ætlaði fyrst að sækja um árið 2005 en mamma mín var reyndar ekki ánægð með það og því ákvað ég að bíða," sagði hún í léttum dúr. „En nú vildi ég kýla á þetta og ákvað að senda inn umsókn." Samkvæmt reglum Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, mega leikmenn ekki spila með landsliði í þrjú ár áður en þau verða gjaldgeng í annað landslið. Gildir þá einu hvenær viðkomandi fékk nýjan ríkisborgararétt. Ramune lék hins vegar síðast með landsliði Litháen fyrir tæpum þremur árum og verður hún gjaldgeng með íslenska landsliðinu í október á þessu ári. „Ég hef reyndar verið meidd síðan í desember en er að æfa núna. Ef ég næ að spila vel í haust og Ágúst vill fá mig í landsliðið, þá kem ég," segir hún. Ramune sér fyrir sér að hún muni spila aftur hér á landi. „Ég verð allavega í eitt ár til viðbótar í Noregi en svo sé ég til." Ágúst segir að það sé ekki sjálfgefið að hún verði valin í landsliðið. „Hún verður auðvitað að standa sig til þess, alveg eins og allir leikmenn. En ef allt er eðlilegt þá á hún ágætis möguleika á því," sagði hann. „Hingað til hefur hún átt frábæran feril. Hún spilaði mjög vel með Haukum sem og í þessi tvö ár sem ég þjálfaði hana í Noregi. Hún var næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar í fyrra sem segir ýmislegt. Hún er frábær skytta sem myndi auka breidd liðsins mikið." Sá um þetta sjálfÁgúst segist aðspurður ekki hafa haft hönd í bagga í þessu ferli. „Hún sá sjálf um alla pappírsvinnu og þetta var frá henni komið – enda er hún mikill Íslendingur í sér. Hún á íbúð hér á landi, kann tungumálið og ætlar sér að setjast að á Íslandi. Þá lá beinast við að hún myndi sækja um ríkisborgararétt," segir hann. „En ég hafði auðvitað ekkert á móti því að hún myndi sækja um. Þetta er frábær handboltamaður og góð manneskja þar að auki." Það gæti því farið svo að Ramune spili með íslenska landsliðinu á EM í desember næstkomandi. Ísland komst reyndar ekki áfram úr undankeppninni en gæti fengið úthlutað sæti í keppninni síðar í vikunni. Holland átti að halda keppnina en gaf óvænt mótið frá sér fyrr í mánuðinum. Ef ákveðið verður að halda mótið í landi sem hafði þegar tryggt sér þátttökurétt í undankeppninni er góður möguleiki á því að Ísland fái sextánda og síðasta sætið á mótinu. Olís-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Sjá meira
Handboltakonan Ramune Pekarskyte fær á næstunni íslenskan ríkisborgararétt og verður hún gjaldgeng í íslenska landsliðið síðar á árinu. Hún er 31 árs gömul og stefnir á að setjast að á Íslandi eftir að handboltaferlinum lýkur. Stórskyttan Ramune Pekarskyte fær íslenskan ríkisborgararétt ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp allsherjar- og menntamálanefndar um veitingu ríkisborgararéttar. Tillagan var á dagskrá þingsins í gær og fær væntanlega skjóta afgreiðslu. Tíðindin þykja góð fyrir íslenskan handknattleik og ekki síst kvennalandsliðið í handbolta enda Ramune öflugur leikmaður. „Hún er einn besti sóknarmaðurinn í norsku deildinni, sem er ásamt þeirri dönsku besta deild heims," sagði landsliðsþjálfarinn Ágúst Þór Jóhannsson sem hefur þjálfað hana hjá Levanger í Noregi undanfarin tvö ár. Ágúst hætti reyndar með félagið undir lok tímabilsins en Ramune, sem er fædd í Litháen, framlengdi samning sinn um tvö ár. „Ég er mjög spennt fyrir þessu enda nýtt upphaf og nýtt líf fyrir mig," sagði Ramune á góðri íslensku þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Hún spilaði með Haukum í átta ár áður en Ágúst fékk hana til Noregs fyrir tæpum tveimur árum síðan. Hún verður 32 ára síðar á þessu ári og á því mörg góð ár eftir í boltanum. Mamma ekki ánægð í fyrstu„Ég ætlaði fyrst að sækja um árið 2005 en mamma mín var reyndar ekki ánægð með það og því ákvað ég að bíða," sagði hún í léttum dúr. „En nú vildi ég kýla á þetta og ákvað að senda inn umsókn." Samkvæmt reglum Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, mega leikmenn ekki spila með landsliði í þrjú ár áður en þau verða gjaldgeng í annað landslið. Gildir þá einu hvenær viðkomandi fékk nýjan ríkisborgararétt. Ramune lék hins vegar síðast með landsliði Litháen fyrir tæpum þremur árum og verður hún gjaldgeng með íslenska landsliðinu í október á þessu ári. „Ég hef reyndar verið meidd síðan í desember en er að æfa núna. Ef ég næ að spila vel í haust og Ágúst vill fá mig í landsliðið, þá kem ég," segir hún. Ramune sér fyrir sér að hún muni spila aftur hér á landi. „Ég verð allavega í eitt ár til viðbótar í Noregi en svo sé ég til." Ágúst segir að það sé ekki sjálfgefið að hún verði valin í landsliðið. „Hún verður auðvitað að standa sig til þess, alveg eins og allir leikmenn. En ef allt er eðlilegt þá á hún ágætis möguleika á því," sagði hann. „Hingað til hefur hún átt frábæran feril. Hún spilaði mjög vel með Haukum sem og í þessi tvö ár sem ég þjálfaði hana í Noregi. Hún var næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar í fyrra sem segir ýmislegt. Hún er frábær skytta sem myndi auka breidd liðsins mikið." Sá um þetta sjálfÁgúst segist aðspurður ekki hafa haft hönd í bagga í þessu ferli. „Hún sá sjálf um alla pappírsvinnu og þetta var frá henni komið – enda er hún mikill Íslendingur í sér. Hún á íbúð hér á landi, kann tungumálið og ætlar sér að setjast að á Íslandi. Þá lá beinast við að hún myndi sækja um ríkisborgararétt," segir hann. „En ég hafði auðvitað ekkert á móti því að hún myndi sækja um. Þetta er frábær handboltamaður og góð manneskja þar að auki." Það gæti því farið svo að Ramune spili með íslenska landsliðinu á EM í desember næstkomandi. Ísland komst reyndar ekki áfram úr undankeppninni en gæti fengið úthlutað sæti í keppninni síðar í vikunni. Holland átti að halda keppnina en gaf óvænt mótið frá sér fyrr í mánuðinum. Ef ákveðið verður að halda mótið í landi sem hafði þegar tryggt sér þátttökurétt í undankeppninni er góður möguleiki á því að Ísland fái sextánda og síðasta sætið á mótinu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Sjá meira