Viðskipti innlent

Tekjuaukningin nemur tæpum 69%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Oddný Harðardóttir er fjármálaráðherra.
Oddný Harðardóttir er fjármálaráðherra.
Tekjur af vörugjöldum á ökutækjum jukust um 68,7% á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í greinargerð um greiðsluafkomu ríkissjóðs fyrir fyrstu ellefu mánuði síðasta árs, sem hefur verið birtur á vef fjármálaráðuneytisins. Ástæðan er rakin til aukins innflutnings á bílum.

Í greinargerðinni kemur fram að tekjur af virðisaukaskatti, sem er stærsti einstaki liður veltuskatta, hafi verið 0,3% undir áætlun og numið alls 106,8 milljörðum króna á tímabilinu. Innheimta virðisaukaskatts dróst saman um 2,9% að nafnvirði á milli ára.

Vörugjöld af bensíni og olíu námu samtals 17,0 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins og hafa þar með aukist lítillega á milli ára. Þar af námu tekjur af olíu 6,0 milljörðum króna og af bensíni 11,0 milljörðum króna. Vörugjöld af bensíni voru 2,4% undir áætlun og tekjur af olíugjaldi 5,2% undir áætlun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×