Kreppan búin en of mikið atvinnuleysi og of lítil fjárfesting Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. júlí 2012 14:22 Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna tveggja, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon. Óumdeilt er að mikill viðsnúningur hefur orðið í efnahagslífinu á kjörtímabilinu. Hagtölur sýna að kreppan er búin. Þá hefur ríkissjóður endurgreitt 53% af lánum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandanna og ráðist í skuldabréfaútgáfu erlendis. Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð gagnrýna hins vegar hátt atvinnuleysi og litla fjárfestingu. Þá hafa menn áhyggjur af því að hagvöxturinn sé of mikið drifinn áfram af einkaneyslu. Nokkrir mælikvarðar eru notaðir til að meta hvort kreppur eða yfirsveiflur séu yfirstaðnar. Samkvæmt þeim flestum er kreppan búin á Íslandi og eru fræðimenn og hagfræðingar í atvinnulífinu sammála um þetta. Hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands gerir hins vegar fyrirvara við slíkar fullyrðingar og vísar meðal annars í að atvinnuleysi sé enn of hátt hér á landi. Þá hefur verið gagnrýnt að hagvöxturinn sé drifinn áfram af einkaneyslu en ekki auknum útflutningi og fjárfestingu í atvinnuvegunum. Nokkra athygli vakti þegar Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði kom í viðtal á Rúv nýlega og sagði kreppuna búna. Gylfi sagði að það virtist hafa farið framhjá flestum að uppsveifla í íslensku efnahagslífi hafi hafist um mitt ár 2010, síðan hafi verið hagvöxtur, á síðasta ári um 3 prósent sem sé með því mesta sem gerist á Vesturlöndum. Þurfti prófessorinn að sæta nokkkurri gagnrýni fyrir að benda á þessar tölfræðilegu staðreyndir. En það eru ekki bara fræðimenn sem vitna til þessara talna. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, sagði í samtali við Mbl í síðustu viku að ef horft væri á hagvaxtartölur, sérstaklega síðasta árs og byrjun þessa árs, þá væri erfitt að fallast á annað en að kreppan væri búin. Mælikvarði á niðursveiflu er samdráttur í vergri landsfamleiðslu, eða neikvæður hagvöxtur, tvo ársfjórðunga í röð. Kreppa er svo hugtak sem notað er yfir viðvarandi samdrátt í landsframleiðslu, mánuð eftir mánuð. Nokkrir mælikvarðar eru svo notaðar til að meta endalok niðursveiflunnar. Svo sem tölur um hagvöxt og atvinnuleysi.Atvinnuleysi mun hærra samkvæmt tölum Hagstofunnar Hagvaxtartölur benda ekki til annars en að kreppan sé búin. Hagvöxtur mældist í fyrra nokkra ársfjórðunga í röð og mældist hann 3,1 prósent á ársgrundvelli. Þá spáir Hagstofan 2,8 prósenta hagvexti á þessu ári. Viðar Ingason, hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir að fleira komi þó til skoðunar. Segir tölfræðin okkur ekki að þetta sé yfirstaðið? „Það er ekki gott að segja þar sem svo stutt er síðan viðsnúningur hófst, þ.e.a.s síðan við sáum jákvæðar tölur. Atvinnuleysi er hins vegar rúmlega 8,5 prósent þannig að enn eru ýmsir hagvísar sem benda til veikburða ástands hér. Þess vegna er ekki rétt að horfa eingöngu á hagvöxtinn," segir Viðar. Þess skal getið að sé miðað við tölur Vinnumálastofnunar, sem tekur aðeins einstaklinga á atvinnuleysisskrá er atvinnuleysið hér 5,4 prósent, en sé miðað við tölur Hagstofunnar, sem er ítarlegri vinnumarkaðsrannsókn, er atvinnuleysið yfir 8 prósent. Hagstofan, ólíkt Vinnumálastofnun, telur ekki aðeins þá sem eru á atvinnuleysisskrá heldur einnig einstaklinga á vinnumarkaðnum sem eru án vinnu, t.d einstaklinga með háskólapróf sem eru atvinnulausir en þiggja ekki bætur. Ekki sækja allir um bætur þar sem margir telja það hluta af mannlegri reisn að vera ekki á framfæri hins opinbera og reyna að forðast það sem lengst. Þá hafa menn gert fyrirvara við hagvaxtartölur. Samtök atvinnulífsins hafa lýst áhyggjum sínum af því sá hagvöxtur sem hér hafi mælst hafi í of ríkum mæli verið knúinn áfram af einkaneyslu, fremur en auknum útflutningi og fjárfestingu í atvinnuvegum. „Áhyggjuefni er að batinn virðist vera neysludrifinn frekar en framleiðsludrifinn," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri samtakanna á vef þeirra.thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira
Nokkrir mælikvarðar eru notaðir til að meta hvort kreppur eða yfirsveiflur séu yfirstaðnar. Samkvæmt þeim flestum er kreppan búin á Íslandi og eru fræðimenn og hagfræðingar í atvinnulífinu sammála um þetta. Hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands gerir hins vegar fyrirvara við slíkar fullyrðingar og vísar meðal annars í að atvinnuleysi sé enn of hátt hér á landi. Þá hefur verið gagnrýnt að hagvöxturinn sé drifinn áfram af einkaneyslu en ekki auknum útflutningi og fjárfestingu í atvinnuvegunum. Nokkra athygli vakti þegar Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði kom í viðtal á Rúv nýlega og sagði kreppuna búna. Gylfi sagði að það virtist hafa farið framhjá flestum að uppsveifla í íslensku efnahagslífi hafi hafist um mitt ár 2010, síðan hafi verið hagvöxtur, á síðasta ári um 3 prósent sem sé með því mesta sem gerist á Vesturlöndum. Þurfti prófessorinn að sæta nokkkurri gagnrýni fyrir að benda á þessar tölfræðilegu staðreyndir. En það eru ekki bara fræðimenn sem vitna til þessara talna. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, sagði í samtali við Mbl í síðustu viku að ef horft væri á hagvaxtartölur, sérstaklega síðasta árs og byrjun þessa árs, þá væri erfitt að fallast á annað en að kreppan væri búin. Mælikvarði á niðursveiflu er samdráttur í vergri landsfamleiðslu, eða neikvæður hagvöxtur, tvo ársfjórðunga í röð. Kreppa er svo hugtak sem notað er yfir viðvarandi samdrátt í landsframleiðslu, mánuð eftir mánuð. Nokkrir mælikvarðar eru svo notaðar til að meta endalok niðursveiflunnar. Svo sem tölur um hagvöxt og atvinnuleysi.Atvinnuleysi mun hærra samkvæmt tölum Hagstofunnar Hagvaxtartölur benda ekki til annars en að kreppan sé búin. Hagvöxtur mældist í fyrra nokkra ársfjórðunga í röð og mældist hann 3,1 prósent á ársgrundvelli. Þá spáir Hagstofan 2,8 prósenta hagvexti á þessu ári. Viðar Ingason, hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir að fleira komi þó til skoðunar. Segir tölfræðin okkur ekki að þetta sé yfirstaðið? „Það er ekki gott að segja þar sem svo stutt er síðan viðsnúningur hófst, þ.e.a.s síðan við sáum jákvæðar tölur. Atvinnuleysi er hins vegar rúmlega 8,5 prósent þannig að enn eru ýmsir hagvísar sem benda til veikburða ástands hér. Þess vegna er ekki rétt að horfa eingöngu á hagvöxtinn," segir Viðar. Þess skal getið að sé miðað við tölur Vinnumálastofnunar, sem tekur aðeins einstaklinga á atvinnuleysisskrá er atvinnuleysið hér 5,4 prósent, en sé miðað við tölur Hagstofunnar, sem er ítarlegri vinnumarkaðsrannsókn, er atvinnuleysið yfir 8 prósent. Hagstofan, ólíkt Vinnumálastofnun, telur ekki aðeins þá sem eru á atvinnuleysisskrá heldur einnig einstaklinga á vinnumarkaðnum sem eru án vinnu, t.d einstaklinga með háskólapróf sem eru atvinnulausir en þiggja ekki bætur. Ekki sækja allir um bætur þar sem margir telja það hluta af mannlegri reisn að vera ekki á framfæri hins opinbera og reyna að forðast það sem lengst. Þá hafa menn gert fyrirvara við hagvaxtartölur. Samtök atvinnulífsins hafa lýst áhyggjum sínum af því sá hagvöxtur sem hér hafi mælst hafi í of ríkum mæli verið knúinn áfram af einkaneyslu, fremur en auknum útflutningi og fjárfestingu í atvinnuvegum. „Áhyggjuefni er að batinn virðist vera neysludrifinn frekar en framleiðsludrifinn," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri samtakanna á vef þeirra.thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira