Fram náði aftur tveggja stiga forskoti á Val á toppi N1 deildar kvenna eftir tveggja marka sigur á ÍBV, 19-17, í Vestmannaeyjum í kvöld. Framliðið hefur þar með unnið 13 af 14 deildarleikjum sínum á tímabilinu en Eyjakonur eru áfram í þriðja sæti deildarinnar.
Eyjaliðið var með frumkvæðið framan af leik en staðan var 7-7 í hálfleik. ÍBV var 9-8 yfir eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik en þá náðu Framkonur flottum kafla og voru komnar í 16-11 fimmtán mínútum síðar. ÍBV minnkaði aðeins muninn í lokin en sigur Fram var þó aldrei í mikilli hættu.
Florentina Stanciu var í miklu stuði í marki ÍBV og sem dæmi náðu Framkonur aðeins að skora úr 1 af 5 vítum sínum í leiknum.
ÍBV - Fram 17-19 (7-7)
Mörk ÍBV: Grigore Ggorgata 7, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 3, Ester Óskarsdóttir 3, Mariana Trbojovic 1.
Mörk Fram: Marthe Sördal 4, Stella Sigurðardóttir 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 3, Sunna Jónsdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.
Framkonur unnu tveggja marka sigur í Eyjum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti




Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti



Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn

Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn