Veiðar á lóu og spóa 21. ágúst 2012 06:00 Að meginreglu eru allar villtar fuglategundir friðaðar hér á landi samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Þær tegundir sem heimilt er að veiða eru sérstaklega tilgreindar í reglugerð um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum. Það sama á við um veiðitímabil og veiðiaðferðir. Lóa og spói eru ekki á meðal þeirra 29 fuglategunda sem heimilt er að veiða á Íslandi en þær eru hrafn, fýll, dílaskarfur, toppskarfur, súla (hefðbundin ungataka), helsingi, hvítmáfur, rita, skúmur (hefðbundin eggjataka), kjói, álka, langvía, stuttnefja, teista, lundi, svartbakur, sílamáfur, silfurmáfur, heiðagæs, duggönd, hávella, toppönd, hettumáfur, grágæs, stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, skúfönd og rjúpa. Um vernd villtra fugla í Evrópusambandinu er fjallað í svonefndri fuglatilskipun. Markmið tilskipunarinnar er að tryggja vernd allra fuglategunda sem eiga náttúruleg heimkynni á yfirráðasvæði aðildarríkja ESB. Samkvæmt tilskipuninni er meginreglan sú að allar fuglategundir eru friðaðar en í viðaukum við tilskipunina eru taldar upp þær tegundir sem undanþegnar eru veiðibanni. Í viðauka II-A við fuglatilskipunina eru taldar upp 24 fuglategundir sem öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins er heimilt að leyfa veiðar á. Af þessum 24 tegundum lifa fimmtán á Íslandi. Sex þeirra er heimilt að veiða hér á landi (grágæs, stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, skúfönd og rjúpa) en hinar níu eru friðaðar. Ekki yrði þörf á að aflétta friðun umræddra tegunda við innleiðingu tilskipunarinnar, ef til aðildar Íslands kæmi, þar sem aðildarríkjum er heimilt að kveða á um strangari verndarákvæði en tilskipunin krefst. Í viðauka II-B við fuglatilskipunina er listi yfir þær fuglategundir sem sumum aðildarríkjum er heimilt að leyfa veiðar á, á sínu umráðasvæði, og tafla sem sýnir hverjar þessara tegunda má veiða í hvaða landi. Bæði lóan og spóinn eru taldar upp í viðauka II-B. Heimilt er að leyfa veiðar á lóu í Belgíu, Danmörku, Grikklandi, Frakklandi, Írlandi, Möltu, Hollandi, Portúgal og Bretlandi. Í þremur löndum, Danmörku, Frakklandi og Bretlandi, er heimilt að leyfa veiðar á spóa. Af þeim tegundum sem heimilt er að veiða á Íslandi eru átta taldar upp í viðauka II-B (svartbakur, sílamáfur, silfurmáfur, heiðagæs, duggönd, hávella, toppönd og hettumáfur) og því fordæmi fyrir því að heimilt sé að veiða þær í tilteknum aðildarríkjum. Til að halda ástandi fuglaveiða óbreyttu í landinu, ef til aðildar að Evrópusambandinu kæmi, þurfa stjórnvöld að semja um heimild til áframhaldandi veiða á þeim 23 tegundum sem heimilt er að veiða á Íslandi en ekki eru taldar upp í viðauka II-A. Það mundi krefjast þess að þeim tegundunum sem heimilt er að veiða á Íslandi en hvorki eru taldar upp í viðauka II-A né II-B yrði bætt við viðauka II-B. Veiðar á lóu og spóa verða að sama skapi ekki sjálfkrafa leyfðar þótt Ísland gerðist aðili að ESB. Þær verða bannaðar áfram svo lengi sem íslensk stjórnvöld vilja, þar sem aðildarríkjunum er ætíð heimilt að kveða á um strangari verndarákvæði en tilskipunin krefst. Hins vegar yrðu veiðar á lóu og spóa ekki heimilaðar nema með samþykki Evrópusambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að meginreglu eru allar villtar fuglategundir friðaðar hér á landi samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Þær tegundir sem heimilt er að veiða eru sérstaklega tilgreindar í reglugerð um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum. Það sama á við um veiðitímabil og veiðiaðferðir. Lóa og spói eru ekki á meðal þeirra 29 fuglategunda sem heimilt er að veiða á Íslandi en þær eru hrafn, fýll, dílaskarfur, toppskarfur, súla (hefðbundin ungataka), helsingi, hvítmáfur, rita, skúmur (hefðbundin eggjataka), kjói, álka, langvía, stuttnefja, teista, lundi, svartbakur, sílamáfur, silfurmáfur, heiðagæs, duggönd, hávella, toppönd, hettumáfur, grágæs, stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, skúfönd og rjúpa. Um vernd villtra fugla í Evrópusambandinu er fjallað í svonefndri fuglatilskipun. Markmið tilskipunarinnar er að tryggja vernd allra fuglategunda sem eiga náttúruleg heimkynni á yfirráðasvæði aðildarríkja ESB. Samkvæmt tilskipuninni er meginreglan sú að allar fuglategundir eru friðaðar en í viðaukum við tilskipunina eru taldar upp þær tegundir sem undanþegnar eru veiðibanni. Í viðauka II-A við fuglatilskipunina eru taldar upp 24 fuglategundir sem öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins er heimilt að leyfa veiðar á. Af þessum 24 tegundum lifa fimmtán á Íslandi. Sex þeirra er heimilt að veiða hér á landi (grágæs, stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, skúfönd og rjúpa) en hinar níu eru friðaðar. Ekki yrði þörf á að aflétta friðun umræddra tegunda við innleiðingu tilskipunarinnar, ef til aðildar Íslands kæmi, þar sem aðildarríkjum er heimilt að kveða á um strangari verndarákvæði en tilskipunin krefst. Í viðauka II-B við fuglatilskipunina er listi yfir þær fuglategundir sem sumum aðildarríkjum er heimilt að leyfa veiðar á, á sínu umráðasvæði, og tafla sem sýnir hverjar þessara tegunda má veiða í hvaða landi. Bæði lóan og spóinn eru taldar upp í viðauka II-B. Heimilt er að leyfa veiðar á lóu í Belgíu, Danmörku, Grikklandi, Frakklandi, Írlandi, Möltu, Hollandi, Portúgal og Bretlandi. Í þremur löndum, Danmörku, Frakklandi og Bretlandi, er heimilt að leyfa veiðar á spóa. Af þeim tegundum sem heimilt er að veiða á Íslandi eru átta taldar upp í viðauka II-B (svartbakur, sílamáfur, silfurmáfur, heiðagæs, duggönd, hávella, toppönd og hettumáfur) og því fordæmi fyrir því að heimilt sé að veiða þær í tilteknum aðildarríkjum. Til að halda ástandi fuglaveiða óbreyttu í landinu, ef til aðildar að Evrópusambandinu kæmi, þurfa stjórnvöld að semja um heimild til áframhaldandi veiða á þeim 23 tegundum sem heimilt er að veiða á Íslandi en ekki eru taldar upp í viðauka II-A. Það mundi krefjast þess að þeim tegundunum sem heimilt er að veiða á Íslandi en hvorki eru taldar upp í viðauka II-A né II-B yrði bætt við viðauka II-B. Veiðar á lóu og spóa verða að sama skapi ekki sjálfkrafa leyfðar þótt Ísland gerðist aðili að ESB. Þær verða bannaðar áfram svo lengi sem íslensk stjórnvöld vilja, þar sem aðildarríkjunum er ætíð heimilt að kveða á um strangari verndarákvæði en tilskipunin krefst. Hins vegar yrðu veiðar á lóu og spóa ekki heimilaðar nema með samþykki Evrópusambandsins.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar