Samtök ferðaþjónustunnar benda á heimasíðu sinni á að kreppa sé í dönskum hótelrekstri vegna hás virðisaukaskatts. Ábendingin er innlegg í umræðu um fyrirhugaða hækkun íslenskra stjórnvalda á virðisaukaskattlagningu á gistinætur úr 7% í 25,5%.
Veltan í Danmörku í hótel- og veitingarekstri hefur minnkað um 7,2% á fyrri hluta ársins miðað við sama tíma í fyrra. Veltuminnkunin á sér stað þó gistinæturnar séu jafnmargar og árið áður. Katja Östergård, framkvæmdastjóri samtaka hótela og veitingastaða í Danmörku, skrifar slæma gengið á hinn háa virðisaukaskatt í Danmörku, en hann er 25%.
„Sérstaklega er samkeppnin erfið við Svíþjóð sem hefur nýlega lækkað virðisaukaskatt af veitingum um helming," segir hún.
Virðisaukaskattur ógnar hótelrekstri í Danmörku
BBI skrifar

Mest lesið

Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Viðskipti innlent

Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB
Viðskipti erlent

Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna
Viðskipti innlent

Íbúðum í byggingu fækkar
Viðskipti innlent

Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum
Viðskipti innlent

Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum
Viðskipti erlent

Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi
Viðskipti innlent

Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent

Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista
Viðskipti innlent

Um forvitna yfirmanninn
Atvinnulíf