Stærstu seðlabankar heimsins grípa enn til aðgerða Magnús Halldórsson skrifar 2. ágúst 2012 10:20 Seðlabankar Bandaríkjanna og Evrópu segja í tilkynningum, í sitt hvoru lagi, að þeir muni gera það sem til þarf til þess að styðja við efnahagslegan vöxt. Haft er eftir Ben Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, að vöxtum verði haldið við „allra lægstu mörk" í það minnsta fram á árið 2014, í þeirri von að það styðji við framgang atvinnulífsins og vinni gegn stöðnun og samdrætti í efnahagslífi, jafnt í Bandaríkjunum sem annars staðar. Í júní uppfærði bandaríski seðlabankinn hagvaxtarspá sína og spáði 2,4 prósent hagvexti í Bandaríkjunum í stað 2,9 prósent í fyrri spá. Á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í dag er frá því greint að búist sé við því að Seðlabanki Evrópu muni grípa til aðgerða til þess að lækka fjármögnunarkostnað Spánar, en álag á opinberar skuldir ríkissjóðs Spánar hefur verið á bilinu 6 til 7 prósent undanfarnar vikur, og stóð í 6,59 prósent í morgun, samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg. Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, lét hafa eftir sér í samtali við fjölmiðlamenn í gær að hann væri tilbúinn að „gera hvað sem væri" til þess að verja evruna, og koma í veg fyrir hrun hennar vegna mikilla opinberra skulda Evrópuþjóða. Seðlabanki Evrópu lækkaði stýrivexti sína úr 1 prósenti í 0,75 prósent í síðasta mánuði með það að markmiði að styðja við hagvöxt. Sjá má yfirlýsingu Seðlabanka Bandaríkjanna hér, og umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um Seðlabanka Evrópu, og hugsanlega aðgerðir hans til þess að lækka skuldaálag Spánar, hér. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Seðlabankar Bandaríkjanna og Evrópu segja í tilkynningum, í sitt hvoru lagi, að þeir muni gera það sem til þarf til þess að styðja við efnahagslegan vöxt. Haft er eftir Ben Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, að vöxtum verði haldið við „allra lægstu mörk" í það minnsta fram á árið 2014, í þeirri von að það styðji við framgang atvinnulífsins og vinni gegn stöðnun og samdrætti í efnahagslífi, jafnt í Bandaríkjunum sem annars staðar. Í júní uppfærði bandaríski seðlabankinn hagvaxtarspá sína og spáði 2,4 prósent hagvexti í Bandaríkjunum í stað 2,9 prósent í fyrri spá. Á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í dag er frá því greint að búist sé við því að Seðlabanki Evrópu muni grípa til aðgerða til þess að lækka fjármögnunarkostnað Spánar, en álag á opinberar skuldir ríkissjóðs Spánar hefur verið á bilinu 6 til 7 prósent undanfarnar vikur, og stóð í 6,59 prósent í morgun, samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg. Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, lét hafa eftir sér í samtali við fjölmiðlamenn í gær að hann væri tilbúinn að „gera hvað sem væri" til þess að verja evruna, og koma í veg fyrir hrun hennar vegna mikilla opinberra skulda Evrópuþjóða. Seðlabanki Evrópu lækkaði stýrivexti sína úr 1 prósenti í 0,75 prósent í síðasta mánuði með það að markmiði að styðja við hagvöxt. Sjá má yfirlýsingu Seðlabanka Bandaríkjanna hér, og umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um Seðlabanka Evrópu, og hugsanlega aðgerðir hans til þess að lækka skuldaálag Spánar, hér.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira