Breska ríkisstjórnin íhugar nú að þjóðnýta stórbankann Royal Bank of Scotland að fullu.
George Osborne fjármálaráðherra Bretlands hefur lagt fram tillögur um þetta en um 12% af bankanum eru enn í eigu fjárfesta.
Með þjóðnýtingunni er ætlunin að bankinn veiti meir af ódýru lánsfé til breskra fyrirtækja til að létta þeim róðurinn í þeirra kreppu sem ríkir í Bretlandi.
Osborne vill fá Verkamannaflokkinn til liðs við ríkisstjórnina í þessari þjóðnýtingu en Ed Milliband formaður Verkamannaflokksins hefur efasemdir um að þjóðnýtingin sé skynsamur kostur í stöðunni.
Talið er að breska stjórnin muni þurfa að greiða um 5 milljarða punda eða nær 1.000 milljarða króna fyrir fyrrgreind 12%.
