Íslenska ríkið hefur nú í fyrsta skipti höfðað mál gegn ESA, eftirlitsstofnun EFTA, fyrir EFTA dómstólnum í Lúxemborg til ógildingar ákvörðunar ESA frá 4. júlí sl. um ríkisaðstoð.
Með stefnu ríkisins á hendur ESA er krafist ógildingar á þeim hluta ákvörðunarinnar sem varðar sölu ríkisins á fasteignum á fyrrum varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli til fyrirtækisins Verne ehf. árið 2008, að því er segir á vefsíðu stjórnarráðsins.
Í ákvörðuninni komst ESA að þeirri niðurstöðu að söluferli Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar hefði ekki verið nægilega opið og gagnsætt til þess að fullyrða mætti að aðilar á markaði hefðu á fullnægjandi hátt getað kynnt sér umræddar fasteignir og boðið í þær. Þar með væri ekki unnt að fullyrða að markaðsverð hafi fengist fyrir eignirnar.
Fyrsta málshöfðun íslenska ríkisins gegn ESA

Mest lesið


Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn
Viðskipti innlent

Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn
Atvinnulíf

Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins
Viðskipti innlent

Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent


Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent
Viðskipti innlent