Svavar fékk 25 þúsund króna sekt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2012 20:27 Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV. Mynd/HAG Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, var í dag sektaður um 25 þúsund krónur fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtölum við fjölmiðla eftir leik sinna manna gegn Gróttu í úrslitakeppni N1-deildar kvenna. Svavar sakaði annan dómara leiksins um að hafa mætt til leiks angandi af áfengisfýlu. Eins og áður hefur verið fjallað um hefur viðkomandi dómari játað áfengisneyslu kvöldið áður og var Svavar því ekki sektaður fyrir þau orð. Hins vegar lét hann síðar þau orð falla í viðtalinu að dómararnir báðir hafi dæmt eins og þeir væru blindfullir. Segir aganefnd HSÍ að þau ummæli séu óviðeigandi, sérstaklega í garð hins dómara leiksins. Niðurstöðu aganefndarinnar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. „Tekið var fyrir mál frá stjórn HSÍ sem bókað var inn hjá nefndinni á fundi sínum í gær. Aganefnd telur málið tækt til úrskurðar hjá nefndinni þar sem það fellur greinilega undir greinar 18 og 19 í „Reglugerð HSÍ um agamál". Greinargerð hefur borist frá ÍBV um málið. Um er að ræða ummæli sem Svavar Vignisson starfsmaður M.fl.kv. hjá ÍBV hafði, eftir að leik Gróttu og ÍBV lauk, hjá RÚV, sport.is og visi.is þann 14. þessa mánaðar. Þegar hefur komið fram við afgreiðslu dómaranefndar HSÍ á málinu að annar dómari leiksins hafði neytt áfengis fram til kl. 24 kvöldið fyrir leik en að dómarans sögn ekki eftir það. Þrátt fyrir það telur Svavar sig hafa fundið áfengislykt af öðrum dómara leiksins áður en leikur hófst og drögum við það ekki í efa þó nokkurt hafi verið liðið frá því hann neytti áfengis. Það verður að teljast mjög ámælisvert af dómara í svo mikilvægum leik, sem leikur í úrslitakeppni er, að neyta áfengis kvöldið fyrir leik. Það er í raun vanvirðing við íþróttina, félögins sem eru að leika sem og meðdómara sinn. Aganefnd telur sig því ekki getað beitt neinum viðurlögum við þeim orðum Svavars að annar dómari leiksins hafi mætt til leiks „angandi af áfengisfýlu". Þó að vissulega skaði þessi ummæli íþróttina er það í raun sá sem kemur til leiks í óásættanlegu ástandi sem skaðar íþróttina en ekki sá sem segir frá. Önnur ummæli Svavars eru hins vegar ámælisverð. Það eru:"Enda dæmdi hann eins og hann væri fullur" og „..og svo dæma þeir báðir eins og þeir séu blindfullir". Ljóst er að þessi lýsingarorð koma í kjölfar þess að hann segir frá áfengislykt af öðrum dómaranum og verða því að skoðast í því samhengi. Alvarlegast er að með þessum orðum er hann að ýja að því að dómarar hafi verið undir áhrifum áfengis en hann dró þó í land með það síðar. Jafnfram blandar hann þarna inn í meðdómara þess sem ásakaður var en honum hefur á engan hátt verið brigslað um áfengisneyslu og er þessi orð því mjög svo óviðeigandi sérstaklega gagnvart honum. Niðurstaða aganefndar er að Svavar Vignisson starfsmaður M.fl.kv hjá ÍBV er úrskurðaður í sekt að upphæð kr. 25.000." Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þjálfari ÍBV: Dómarinn angaði af áfengisfýlu "Þetta var mjög svekkjandi tap,“ sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, í viðtali við vefsíðuna sport.is eftir að lið hans hafði tapað gegn Gróttu í öðrum leik liðanna um laust sæti í undanúrslitum N1-deildar kvenna í gær. 15. apríl 2012 14:47 Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur. 16. apríl 2012 13:00 Júlíus fer í frí út af bjórdrykkju Júlíus Sigurjónsson handknattleiksdómari, sem sakaður var um að mæta til leiks angandi af áfengi um síðustu helgi, mun ekki dæma fleiri leiki á þessari leiktíð. 19. apríl 2012 15:01 Formaður dómaranefndar HSÍ: Þetta mál er áfall fyrir okkur "Þetta er mjög alvarlegt mál. Alveg sama hvernig á það er litið," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, um ásakanir Svavars Vignissonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, um að annar dómari leiks Gróttu og ÍBV um helgina hafi angað af áfengi. 16. apríl 2012 15:50 Svavar: Legg orðspor mitt og virðingu undir þessi orð Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, segist standa við þau orð sín að það hafi verið áfengislykt af öðrum dómara leiks Gróttu og ÍBV í úrslitakeppni N1-deildar kvenna um helgina. 16. apríl 2012 15:04 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Sjá meira
Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, var í dag sektaður um 25 þúsund krónur fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtölum við fjölmiðla eftir leik sinna manna gegn Gróttu í úrslitakeppni N1-deildar kvenna. Svavar sakaði annan dómara leiksins um að hafa mætt til leiks angandi af áfengisfýlu. Eins og áður hefur verið fjallað um hefur viðkomandi dómari játað áfengisneyslu kvöldið áður og var Svavar því ekki sektaður fyrir þau orð. Hins vegar lét hann síðar þau orð falla í viðtalinu að dómararnir báðir hafi dæmt eins og þeir væru blindfullir. Segir aganefnd HSÍ að þau ummæli séu óviðeigandi, sérstaklega í garð hins dómara leiksins. Niðurstöðu aganefndarinnar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. „Tekið var fyrir mál frá stjórn HSÍ sem bókað var inn hjá nefndinni á fundi sínum í gær. Aganefnd telur málið tækt til úrskurðar hjá nefndinni þar sem það fellur greinilega undir greinar 18 og 19 í „Reglugerð HSÍ um agamál". Greinargerð hefur borist frá ÍBV um málið. Um er að ræða ummæli sem Svavar Vignisson starfsmaður M.fl.kv. hjá ÍBV hafði, eftir að leik Gróttu og ÍBV lauk, hjá RÚV, sport.is og visi.is þann 14. þessa mánaðar. Þegar hefur komið fram við afgreiðslu dómaranefndar HSÍ á málinu að annar dómari leiksins hafði neytt áfengis fram til kl. 24 kvöldið fyrir leik en að dómarans sögn ekki eftir það. Þrátt fyrir það telur Svavar sig hafa fundið áfengislykt af öðrum dómara leiksins áður en leikur hófst og drögum við það ekki í efa þó nokkurt hafi verið liðið frá því hann neytti áfengis. Það verður að teljast mjög ámælisvert af dómara í svo mikilvægum leik, sem leikur í úrslitakeppni er, að neyta áfengis kvöldið fyrir leik. Það er í raun vanvirðing við íþróttina, félögins sem eru að leika sem og meðdómara sinn. Aganefnd telur sig því ekki getað beitt neinum viðurlögum við þeim orðum Svavars að annar dómari leiksins hafi mætt til leiks „angandi af áfengisfýlu". Þó að vissulega skaði þessi ummæli íþróttina er það í raun sá sem kemur til leiks í óásættanlegu ástandi sem skaðar íþróttina en ekki sá sem segir frá. Önnur ummæli Svavars eru hins vegar ámælisverð. Það eru:"Enda dæmdi hann eins og hann væri fullur" og „..og svo dæma þeir báðir eins og þeir séu blindfullir". Ljóst er að þessi lýsingarorð koma í kjölfar þess að hann segir frá áfengislykt af öðrum dómaranum og verða því að skoðast í því samhengi. Alvarlegast er að með þessum orðum er hann að ýja að því að dómarar hafi verið undir áhrifum áfengis en hann dró þó í land með það síðar. Jafnfram blandar hann þarna inn í meðdómara þess sem ásakaður var en honum hefur á engan hátt verið brigslað um áfengisneyslu og er þessi orð því mjög svo óviðeigandi sérstaklega gagnvart honum. Niðurstaða aganefndar er að Svavar Vignisson starfsmaður M.fl.kv hjá ÍBV er úrskurðaður í sekt að upphæð kr. 25.000."
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þjálfari ÍBV: Dómarinn angaði af áfengisfýlu "Þetta var mjög svekkjandi tap,“ sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, í viðtali við vefsíðuna sport.is eftir að lið hans hafði tapað gegn Gróttu í öðrum leik liðanna um laust sæti í undanúrslitum N1-deildar kvenna í gær. 15. apríl 2012 14:47 Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur. 16. apríl 2012 13:00 Júlíus fer í frí út af bjórdrykkju Júlíus Sigurjónsson handknattleiksdómari, sem sakaður var um að mæta til leiks angandi af áfengi um síðustu helgi, mun ekki dæma fleiri leiki á þessari leiktíð. 19. apríl 2012 15:01 Formaður dómaranefndar HSÍ: Þetta mál er áfall fyrir okkur "Þetta er mjög alvarlegt mál. Alveg sama hvernig á það er litið," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, um ásakanir Svavars Vignissonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, um að annar dómari leiks Gróttu og ÍBV um helgina hafi angað af áfengi. 16. apríl 2012 15:50 Svavar: Legg orðspor mitt og virðingu undir þessi orð Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, segist standa við þau orð sín að það hafi verið áfengislykt af öðrum dómara leiks Gróttu og ÍBV í úrslitakeppni N1-deildar kvenna um helgina. 16. apríl 2012 15:04 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Sjá meira
Þjálfari ÍBV: Dómarinn angaði af áfengisfýlu "Þetta var mjög svekkjandi tap,“ sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, í viðtali við vefsíðuna sport.is eftir að lið hans hafði tapað gegn Gróttu í öðrum leik liðanna um laust sæti í undanúrslitum N1-deildar kvenna í gær. 15. apríl 2012 14:47
Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur. 16. apríl 2012 13:00
Júlíus fer í frí út af bjórdrykkju Júlíus Sigurjónsson handknattleiksdómari, sem sakaður var um að mæta til leiks angandi af áfengi um síðustu helgi, mun ekki dæma fleiri leiki á þessari leiktíð. 19. apríl 2012 15:01
Formaður dómaranefndar HSÍ: Þetta mál er áfall fyrir okkur "Þetta er mjög alvarlegt mál. Alveg sama hvernig á það er litið," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, um ásakanir Svavars Vignissonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, um að annar dómari leiks Gróttu og ÍBV um helgina hafi angað af áfengi. 16. apríl 2012 15:50
Svavar: Legg orðspor mitt og virðingu undir þessi orð Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, segist standa við þau orð sín að það hafi verið áfengislykt af öðrum dómara leiks Gróttu og ÍBV í úrslitakeppni N1-deildar kvenna um helgina. 16. apríl 2012 15:04