James Cameron ætlar að breyta heiminum 20. apríl 2012 21:59 James Cameron mynd/AFP Nafntogaðir auðmenn í Bandaríkjunum munu opinbera nýtt geimfyrirtæki í næstu viku. Talið er að fyrirtækið muni sérhæfa sig í námugröfti á smástirnum. Á meðal þeirra sem koma að fjármögnun verkefnisins og rekstri eru: Eric Schmidt, stjórnarformaður Google, Larry Page og Sergey Brin, stofnendur Google sem og leikstjórinn og uppfinningamaðurinn James Cameron. Fyrirtækið verður formlega opinberað í Seattle, 24. apríl næstkomandi. Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum fyrr í vikunni kemur fram að fyrirtækið muni heita Planetary Resources. „Markmið verkefnisins er að auka við auðlindaforða Jarðarinnar og þar með dæla billjónum í verga heimsframleiðslu," segir í tilkynningunni. „Þetta sprotafyrirtæki mun skapa nýjan iðnað og um leið boða endurskilgreiningu á því sem við þekkjum sem náttúruauðlindir." Þá kemur einnig fram að fyrirtækið muni sækjast eftir því að sameina tvo veigamikla þætti: geimkönnun og auðlindavinnslu á fjarlægum .Sergey Brin, Eric Schmidt og Larry Page.mynd/TimeHvergi kemur fram að Planetary Resources hafi í hyggju að hefja námugröft á smástirnum. Hins vegar hefur sá möguleiki lengi verið ræddur meðal vísindamanna og er tæknin til þessa sögð vera til staðar. Ljóst er að gríðarlegt fjármagn þarf til að standa undir slíku ævintýri. James Cameron, sem er 57 ára gamall, leikstýrði og framleiddi kvikmyndirnar Titanic og Avatar, en þær eru arðbærustu kvikmyndir allra tíma. Nýlega komst Cameron niður á botn Maríana-gilsins í Kyrrahafi eða niður á 11 kílómetra dýpi - er þetta mesta hafdýpi Jarðar. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Nafntogaðir auðmenn í Bandaríkjunum munu opinbera nýtt geimfyrirtæki í næstu viku. Talið er að fyrirtækið muni sérhæfa sig í námugröfti á smástirnum. Á meðal þeirra sem koma að fjármögnun verkefnisins og rekstri eru: Eric Schmidt, stjórnarformaður Google, Larry Page og Sergey Brin, stofnendur Google sem og leikstjórinn og uppfinningamaðurinn James Cameron. Fyrirtækið verður formlega opinberað í Seattle, 24. apríl næstkomandi. Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum fyrr í vikunni kemur fram að fyrirtækið muni heita Planetary Resources. „Markmið verkefnisins er að auka við auðlindaforða Jarðarinnar og þar með dæla billjónum í verga heimsframleiðslu," segir í tilkynningunni. „Þetta sprotafyrirtæki mun skapa nýjan iðnað og um leið boða endurskilgreiningu á því sem við þekkjum sem náttúruauðlindir." Þá kemur einnig fram að fyrirtækið muni sækjast eftir því að sameina tvo veigamikla þætti: geimkönnun og auðlindavinnslu á fjarlægum .Sergey Brin, Eric Schmidt og Larry Page.mynd/TimeHvergi kemur fram að Planetary Resources hafi í hyggju að hefja námugröft á smástirnum. Hins vegar hefur sá möguleiki lengi verið ræddur meðal vísindamanna og er tæknin til þessa sögð vera til staðar. Ljóst er að gríðarlegt fjármagn þarf til að standa undir slíku ævintýri. James Cameron, sem er 57 ára gamall, leikstýrði og framleiddi kvikmyndirnar Titanic og Avatar, en þær eru arðbærustu kvikmyndir allra tíma. Nýlega komst Cameron niður á botn Maríana-gilsins í Kyrrahafi eða niður á 11 kílómetra dýpi - er þetta mesta hafdýpi Jarðar.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira