Vettel efstur í titilbaráttunni eftir sigur í Kóreu Birgir Þór Harðarson skrifar 14. október 2012 09:28 Vettel var vel fagnað þegar hann steig upp úr bílnum í lok móts. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn ungi, Sebastian Vettel, á Red Bull-bíl í Formúlu 1 hafði yfirburði í kóreska kappakstrinum í dag og kom fyrstur í mark og tryggði sér forystu í heimsmeistarabaráttu ökuþóra. Vettel er í kjörstöðu þegar fjögur mót eru óekin. Vettel kom í mark á undan liðsfélaga sínum Mark Webber. Þetta var þriðji sigur Vettels í röð en hann náði forystunni strax á fyrsta hring. Vettel var ekki ógnað eftir það. Fernando Alonso skilaði Ferrari-bíl sínum heim í þriðja sætið. Það dugði hins vegar ekki til að halda forystu í stigabaráttunni sem var fyrir mótið fjögur stig. Alonso er nú sex stigum á eftir heimsmeistaranum unga. Liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Felipe Massa, varð fjórði á undan Kimi Raikkönen hjá Lotus. Massa var á fljúgandi siglingu í keppninni og sótti á Alonso. Hann fékk þó skilaboð um að halda sinni stöðu og eyðileggja ekki fyrir Alonso. Romain Grosjean, einnig hjá Lotus, varð sjöundi og olli ekki usla í ræsingunni eins og margir höfðu veðjað á. McLaren-bílarnir voru í mesta basli. Jenson Button féll úr leik strax í byrjun og Lewis Hamilton lauk kappakstrinum í tíunda sæti og sótti síðasta stigið í boði. Margir höfðu trúað að McLaren-liðið myndi veita Red Bull hörðustu samkeppnina um heimsmeistratitilinn en það hefur ekki orðið raunin. Nico Hulkenberg hjá Force India ók frábærlega og skilaði bílnum heim í sjötta sæti. Toro Rosso-ökumennirnir, Jean-Eric Vergne og Daniel Ricciardo, voru einnig í miklu stuði og kláruðu í áttunda og níunda sæti. Næst verður keppt á Indlandi eftir tvær vikur. Úrslit mótsins í Kóreu Nr.ÖkumaðurBíll / VélHringirTímiBið1Sebastian VettelRed Bull/Renault551:36'28.6512Mark WebberRed Bull/Renault551:36'36.8828.2313Fernando AlonsoFerrari551:36'42.59513.9444Felipe MassaFerrari551:36'48.81920.1685Kimi RäikkönenLotus/Renault551:37'05.39036.7396Nico HülkenbergForce India/Mercedes551:37'13.95245.3017Romain GrosjeanLotus/Renault551:37'23.46354.8128Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari551:37'38.2401'09.5899Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari551:37'40.4381'11.78710Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes551:37'48.3431'19.69211Sergio PérezSauber/Ferrari551:37'48.7131'20.06212Paul Di RestaForce India/Mercedes551:37'53.0991'24.44813M.SchumacherMercedes551:37'57.8921'29.24114Pastor MaldonadoWilliams/Renault551:38'03.5751'34.92415Bruno SennaWilliams/Renault551:38'05.5531'36.90216Vitaly PetrovCaterham/Renault541:37'31.4171 Lap17H.KovalainenCaterham/Renault541:37'42.1371 Lap18Timo GlockMarussia/Cosworth541:37'52.7501 Lap19Charles PicMarussia/Cosworth531:36'31.3652 Laps20N.KarthikeyanHRT/Cosworth531:37'51.9102 LapsPedro de la RosaHRT/Cosworth1629'49.468Kamui KobayashiSauber/Ferrari1630'47.332Nico RosbergMercedes11'58.108Jenson ButtonMcLaren/Mercedes0 Formúla Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn ungi, Sebastian Vettel, á Red Bull-bíl í Formúlu 1 hafði yfirburði í kóreska kappakstrinum í dag og kom fyrstur í mark og tryggði sér forystu í heimsmeistarabaráttu ökuþóra. Vettel er í kjörstöðu þegar fjögur mót eru óekin. Vettel kom í mark á undan liðsfélaga sínum Mark Webber. Þetta var þriðji sigur Vettels í röð en hann náði forystunni strax á fyrsta hring. Vettel var ekki ógnað eftir það. Fernando Alonso skilaði Ferrari-bíl sínum heim í þriðja sætið. Það dugði hins vegar ekki til að halda forystu í stigabaráttunni sem var fyrir mótið fjögur stig. Alonso er nú sex stigum á eftir heimsmeistaranum unga. Liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Felipe Massa, varð fjórði á undan Kimi Raikkönen hjá Lotus. Massa var á fljúgandi siglingu í keppninni og sótti á Alonso. Hann fékk þó skilaboð um að halda sinni stöðu og eyðileggja ekki fyrir Alonso. Romain Grosjean, einnig hjá Lotus, varð sjöundi og olli ekki usla í ræsingunni eins og margir höfðu veðjað á. McLaren-bílarnir voru í mesta basli. Jenson Button féll úr leik strax í byrjun og Lewis Hamilton lauk kappakstrinum í tíunda sæti og sótti síðasta stigið í boði. Margir höfðu trúað að McLaren-liðið myndi veita Red Bull hörðustu samkeppnina um heimsmeistratitilinn en það hefur ekki orðið raunin. Nico Hulkenberg hjá Force India ók frábærlega og skilaði bílnum heim í sjötta sæti. Toro Rosso-ökumennirnir, Jean-Eric Vergne og Daniel Ricciardo, voru einnig í miklu stuði og kláruðu í áttunda og níunda sæti. Næst verður keppt á Indlandi eftir tvær vikur. Úrslit mótsins í Kóreu Nr.ÖkumaðurBíll / VélHringirTímiBið1Sebastian VettelRed Bull/Renault551:36'28.6512Mark WebberRed Bull/Renault551:36'36.8828.2313Fernando AlonsoFerrari551:36'42.59513.9444Felipe MassaFerrari551:36'48.81920.1685Kimi RäikkönenLotus/Renault551:37'05.39036.7396Nico HülkenbergForce India/Mercedes551:37'13.95245.3017Romain GrosjeanLotus/Renault551:37'23.46354.8128Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari551:37'38.2401'09.5899Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari551:37'40.4381'11.78710Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes551:37'48.3431'19.69211Sergio PérezSauber/Ferrari551:37'48.7131'20.06212Paul Di RestaForce India/Mercedes551:37'53.0991'24.44813M.SchumacherMercedes551:37'57.8921'29.24114Pastor MaldonadoWilliams/Renault551:38'03.5751'34.92415Bruno SennaWilliams/Renault551:38'05.5531'36.90216Vitaly PetrovCaterham/Renault541:37'31.4171 Lap17H.KovalainenCaterham/Renault541:37'42.1371 Lap18Timo GlockMarussia/Cosworth541:37'52.7501 Lap19Charles PicMarussia/Cosworth531:36'31.3652 Laps20N.KarthikeyanHRT/Cosworth531:37'51.9102 LapsPedro de la RosaHRT/Cosworth1629'49.468Kamui KobayashiSauber/Ferrari1630'47.332Nico RosbergMercedes11'58.108Jenson ButtonMcLaren/Mercedes0
Formúla Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira