Fram náði tveggja stiga forskoti á Val á toppi N1 deildar kvenna eftir sjö marka sigur á Gróttu, 25-18, í Safamýrinni í dag. Gróttuliðið hefur vaxið mikið eftir áramót en náði aðeins að halda í við Framliðið í fyrri hálfleik.
Fram tapaði óvænt fyrsta leik sínum í deildinni í haust en hefur síðan unnið fjórtán deildarleiki í röð. Nú er tíu leikja hlé á deildinni en í næstu umferð mætast Fram og Valur í óopinberum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn.
Fram - Grótta 25-18 (12-10)
Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 8, Ásta Birna Gunnarsdóttir 6, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Steinunn Björnsdóttir 3, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Karólína Vilborg Torfadóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1,
Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 6, Unnur Ómarsdóttir 6, Tinna Laxdal 2, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 1, Ásrún Lilja Birgisdóttir 1, Björg Fenger 1, Elín Helga Jónsdóttir 1.
Framkonur náðu aftur tveggja stiga forystu á toppnum | Fjórtán sigrar í röð
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið
Enski boltinn


Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld
Fótbolti

Chelsea búið að kaupa Garnacho
Enski boltinn

