Asnarnir á Alþingi Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 1. mars 2012 06:00 Það vefst ekki fyrir okkur almenningnum að úthúða alþingismönnum. Þeir eru asnar og fífl sem ganga erinda einhverra annarra en okkar, taka sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni og hugsa allra helst um eigin rass. Þetta á við um þingmenn allra flokka. Allt eru þetta sömu sveppirnir sem gleymdu hástemmdu loforðunum í sigurvímunni á kosninganótt og settust á þing óbundnir af öllu og öllum og þiggja launin sín og svo eftirlaunin þegar þar að kemur hlæjandi að okkur sem kusum þá í þeirri trú að þeir ætluðu að láta gott af sér leiða. Við vorum tekin. Heitir pottar, kaffistofur og fjölskylduboð voru í eina tíð helsti vettvangur úthúðunarinnar en síðari ár hefur netið bæst við með sínu óendanlega plássi fyrir sjálfsagða og nauðsynlega gagnrýni á mannamáli. Þeir sem ætla að vera menn með mönnum gefa sér drjúgan tíma á degi hverjum til að skella í væna drulluköku og setja á blogg eða Facebook eða í eitthvert kommentakerfið enda góð vísa aldrei of oft kveðin. Það þarf sko að láta þessa skítapésa heyra það því aðeins þannig er smávegis von um að þeir hætti að þjóna sjálfum sér og einhverjum útvöldum og fari að hugsa um fólkið í landinu. Kosningar eftir kosningar hefur þjóðinni mistekist að kjósa sér almennilega þingmenn en líklega tók steininn úr síðast þegar óvenju illa tókst til. Núverandi þingheimur er sá alversti í sögunni. Við hörmum þetta auðvitað og gerum annað slagið hlé á óhróðursspýjunni til að gráta það að enginn með viti hafi verið í framboði. Hvar voru allir snillingarnir sem hafa góðar lausnir á öllum vanda og tala um þær í fjölmiðlum? Af hverju voru þeir ekki í framboði? Við huggum okkur þó við að þeir hljóti að gefa kost á sér næst og þá verði þjóðinni borgið. Þar sem dropinn holar steininn er mjög mikilvægt að landsmenn haldi dampi í gagnrýni sinni á stjórnmálamennina. Að sama skapi er mikilvægt að menn pæli ekki um of í því hverjir sitja á þingi. Það gæti nefnilega orðið til að eyðileggja stemninguna ef fólk áttar sig á að þingið er sæmilegur þverskurður af samfélaginu. Að þingmennirnir eru bara venjulegt fólk. Það má heldur ekki velta sér um of upp úr því að við kusum þetta fólk á þing með sínum kostum og göllum, að það situr þar á ábyrgð kjósenda. Of miklar vangaveltur gætu líka leitt til þeirrar niðurstöðu að við erum þingmennirnir og þingmennirnir eru við og það gæti auðvitað fengið einhvern til að hugsa sig tvisvar um áður en hann hleypir af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun
Það vefst ekki fyrir okkur almenningnum að úthúða alþingismönnum. Þeir eru asnar og fífl sem ganga erinda einhverra annarra en okkar, taka sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni og hugsa allra helst um eigin rass. Þetta á við um þingmenn allra flokka. Allt eru þetta sömu sveppirnir sem gleymdu hástemmdu loforðunum í sigurvímunni á kosninganótt og settust á þing óbundnir af öllu og öllum og þiggja launin sín og svo eftirlaunin þegar þar að kemur hlæjandi að okkur sem kusum þá í þeirri trú að þeir ætluðu að láta gott af sér leiða. Við vorum tekin. Heitir pottar, kaffistofur og fjölskylduboð voru í eina tíð helsti vettvangur úthúðunarinnar en síðari ár hefur netið bæst við með sínu óendanlega plássi fyrir sjálfsagða og nauðsynlega gagnrýni á mannamáli. Þeir sem ætla að vera menn með mönnum gefa sér drjúgan tíma á degi hverjum til að skella í væna drulluköku og setja á blogg eða Facebook eða í eitthvert kommentakerfið enda góð vísa aldrei of oft kveðin. Það þarf sko að láta þessa skítapésa heyra það því aðeins þannig er smávegis von um að þeir hætti að þjóna sjálfum sér og einhverjum útvöldum og fari að hugsa um fólkið í landinu. Kosningar eftir kosningar hefur þjóðinni mistekist að kjósa sér almennilega þingmenn en líklega tók steininn úr síðast þegar óvenju illa tókst til. Núverandi þingheimur er sá alversti í sögunni. Við hörmum þetta auðvitað og gerum annað slagið hlé á óhróðursspýjunni til að gráta það að enginn með viti hafi verið í framboði. Hvar voru allir snillingarnir sem hafa góðar lausnir á öllum vanda og tala um þær í fjölmiðlum? Af hverju voru þeir ekki í framboði? Við huggum okkur þó við að þeir hljóti að gefa kost á sér næst og þá verði þjóðinni borgið. Þar sem dropinn holar steininn er mjög mikilvægt að landsmenn haldi dampi í gagnrýni sinni á stjórnmálamennina. Að sama skapi er mikilvægt að menn pæli ekki um of í því hverjir sitja á þingi. Það gæti nefnilega orðið til að eyðileggja stemninguna ef fólk áttar sig á að þingið er sæmilegur þverskurður af samfélaginu. Að þingmennirnir eru bara venjulegt fólk. Það má heldur ekki velta sér um of upp úr því að við kusum þetta fólk á þing með sínum kostum og göllum, að það situr þar á ábyrgð kjósenda. Of miklar vangaveltur gætu líka leitt til þeirrar niðurstöðu að við erum þingmennirnir og þingmennirnir eru við og það gæti auðvitað fengið einhvern til að hugsa sig tvisvar um áður en hann hleypir af.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun