Skýrslu fjármálaráðherra um áhrif lækkunar höfuðstóls húsnæðislána var dreift á Alþingi í dag.
Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þær að verg niðurfærsla húsnæðislána um 10% myndi kosta 124 milljarða króna. 25% niðurfærsla myndi kosta 310 milljarða.
Stærstur hluti niðurfærslunnar kæmi niður á Íbúðalánasjóði. Fyrir liggur að niðurfærsla lána Íbúðarlánasjóðs kæmi beint niður á fjárhag ríkissjóðs.
Niðurfærslan kæmi einnig niður á lífeyrissjóðum. Sá kostnaður mynda koma fram í rýrari lífeyrisréttindum.
Loks kæmi niðurfærslan niður á eigendum bankanna.
Skýrsluhöfundar telja að lækkun höfuðstóls húsnæðislána almennt hefði veruleg áhrif á hagkerfið í heild sinni. Með gjörðinni yrði stór hluti húsnæðisskulda landsmanna fluttur yfir á hið opinbera, eigendur lífeyrissjóðanna og eigendur bankanna. Kostnaður hins opinbera af lækkun af þessu tagi gæti numið 11-41% af útgjöldum þess árið 2011 og fyrir vikið fjarlægist jöfnuður í rekstri hins opinbera.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fór meðal annarra fram á gerð skýrslunnar.
Hér má skoða skýrslu fjármálaráðherra.
Lækkun húsnæðislána kæmi niður á ríkissjóði
BBI skrifar

Mest lesið

Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB
Viðskipti erlent

Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna
Viðskipti innlent

Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi
Viðskipti innlent

Íbúðum í byggingu fækkar
Viðskipti innlent

Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum
Viðskipti innlent


Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent

Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum
Viðskipti erlent