Jómfrúarflug WOW Air til Parísar - seinkaði um 45 mínútur Hugrún Halldórsdóttir skrifar 31. maí 2012 13:07 Fyrsta flug íslenska lággjaldaflugfélagsins WOW Air fór í loftið nú rétt fyrir hádegi. Stjórnarformaður segir við hæfi að hefja leik með því að fljúga til borgar draumanna. Fyrsta flugið virðist þó hafa seinkað lítillega, en samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar fór flugvélin á loft 45 mínútum eftir áætlaða brottför. Það má búast við að komum erlendra ferðamanna til landsins og ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteina eigi eftir að fjölga frá deginum í dag þar sem WOW air hefur bæst í hóp þeirra lággjaldaflugfélaga sem halda uppi tíðu áætlunarflugi til og frá Íslandi. Jómfrúarflugið var farið nú klukkan ellefu og Skúli Mogensen, stjórnarformaður er að sjálfsögðu um borð. „Vélin er nánast full að ég held," segir Skúli Mogensen og bætir við: „Það er allavega fullt af fólki hérna og ég á ekki von á öðru." Fyrir rúmri viku hafði KFS, félagið sem á að þjónustu Wow Air í Leifsstöð ekki uppfyllt tilskilin leyfi fyrir innritun farþega en málið leystist þó fyrir stóra daginn. „Það er náttúrulega búin að vera botnlaus vinna núna í 9 mánuði og það hefur haldið áfram fram á síðustu stundu eins og von er með svona stórt verkefni. En það er allt klappað og klárt." Flugfélagið flýgur til þrettán áfangastaða og byrjar að krafti. „Það er misjafnt eftir vikum hversu mörg flugin eru. Þetta eru svona ca. 25 flug á viku," segir Skúli, „Og þið farið til Parísar, það er ekki amalegt fyrsta flugið?" „Nei, það er kannski viðeigandi að þetta er nú borg draumanna að mörgu leyti þannig að ég hlakka til að njóta hennar," segir Skúli að lokum. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Fyrsta flug íslenska lággjaldaflugfélagsins WOW Air fór í loftið nú rétt fyrir hádegi. Stjórnarformaður segir við hæfi að hefja leik með því að fljúga til borgar draumanna. Fyrsta flugið virðist þó hafa seinkað lítillega, en samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar fór flugvélin á loft 45 mínútum eftir áætlaða brottför. Það má búast við að komum erlendra ferðamanna til landsins og ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteina eigi eftir að fjölga frá deginum í dag þar sem WOW air hefur bæst í hóp þeirra lággjaldaflugfélaga sem halda uppi tíðu áætlunarflugi til og frá Íslandi. Jómfrúarflugið var farið nú klukkan ellefu og Skúli Mogensen, stjórnarformaður er að sjálfsögðu um borð. „Vélin er nánast full að ég held," segir Skúli Mogensen og bætir við: „Það er allavega fullt af fólki hérna og ég á ekki von á öðru." Fyrir rúmri viku hafði KFS, félagið sem á að þjónustu Wow Air í Leifsstöð ekki uppfyllt tilskilin leyfi fyrir innritun farþega en málið leystist þó fyrir stóra daginn. „Það er náttúrulega búin að vera botnlaus vinna núna í 9 mánuði og það hefur haldið áfram fram á síðustu stundu eins og von er með svona stórt verkefni. En það er allt klappað og klárt." Flugfélagið flýgur til þrettán áfangastaða og byrjar að krafti. „Það er misjafnt eftir vikum hversu mörg flugin eru. Þetta eru svona ca. 25 flug á viku," segir Skúli, „Og þið farið til Parísar, það er ekki amalegt fyrsta flugið?" „Nei, það er kannski viðeigandi að þetta er nú borg draumanna að mörgu leyti þannig að ég hlakka til að njóta hennar," segir Skúli að lokum.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira