Viðskipti innlent

Tæplega 15% aukning léna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Uppsafnaður heildarfjöldi léna var í lok ársins rétt um 36 þúsund lén. Nýskráð voru 7.903 lén, en 3.329 lén voru afskráð á árinu. Nettófjölgunin reyndist því 4.574 lén, sem þýðir um 14,5% aukningu léna á nýliðnu ári.

Fjölgun .is-léna hefur verið nokkuð jöfn og góð undanfarin þrjú ár, eða 4.065 lén 2009, 4.165 lén 2010 og 4.574 lén á nýliðnu ári. Hins vegar dróst nettófjölgun léna saman á árinu 2008.

Heildarfjöldi .is-léna hefur rúmlega tvöfaldast á fimm árum og er nú ríflega 36.000 lén, eða um 11% af fólksfjölda á Íslandi. Það er heldur lægra hlutfall en í Svíþjóð og Danmörku, sem hvort um sig státa af rúmlega einni milljón léna, en um helmingi hærra hlutfall en í Finnlandi og Noregi.

Landshöfuðlénið .is verður 25 ára þann 18. nóvember næstkomandi þótt fyrsta lénið, hi.is, hafi reyndar verið skráð þann 11. desember 1986.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×