Vilja þrýsting á Ísland vegna makríldeilunnar 2. janúar 2012 20:13 Skotar og Írar hafa sett þrýsting á framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að láta afstöðu Íslands í makríldeilunni hafa áhrif á samningaviðræður við Evrópusambandið. Þá er framkvæmdastjórnin með í undirbúningi nýja löggjöf vegna ólöglegra veiða en litið er svo á að hún mun ekki hafa áhrif á Ísland. Hinn 24.-27. janúar næstkomandi er áformaður næsti fundur um makrílveiðar í Bergen í Noregi. Framkvæmdastjórn ESB og Norðmenn hafa krafist þess að Íslendingar veiði mun minna af makríl, en makrílveiðar skiluðu þjóðarbúinu um 25 milljörðum króna í tekjur á síðasta ári, eins og greint var frá laust fyrir áramót. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er nú með í undirbúningi lagasetningu sem heimilar henni að grípa til viðskiptaþvingana gegn ríkjum sem veiða ólöglega. Ísland leyfir ekki löndun hér á landi úr erlendum skipum sem veiða utan landhelginnar úr stofnum sem ekki er samkomulag um að veiða, þ.e teljast ólöglegar. Væntanleg tilskipun ESB um þvinganir vegna ólöglegra veiða mun meðal annars ná utan um makrílveiðarnar en samkvæmt heimildum fréttastofu er litið svo á í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu að slíkri tilskipun verði ekki hægt að beita gegn Íslendingum vegna stöðu okkar innan EES og aðild okkar að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, WTO. Á fundinum í Bergen verður rætt um hlutdeild í makrílstofnum, en á síðasta fundi á Írlandi var gerð sú krafa að hlutdeild Íslendinga í stofninum yrði 5 - 6,5 prósent en í dag veiða Íslendingar 16-17 prósent af þeim 800-900 þúsund tonnum sem veidd eru á hverju ári. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er litið svo á af hálfu Íslendinga að litlar líkur séu á því að samkomulag náist á fundinum í Bergen. Í raun sé það bara formsatriði að mæta á fundinn því lítill tilgangur sé með honum fyrst engin teikn séu á lofti um að Norðmenn og ESB víki frá kröfum sínum eða dragi úr þeim. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa Skotar og Írar gert þá kröfu óformlega að framkvæmdastjórn ESB beiti sér í aðildarviðræðum við Ísland, og mögulega stöðvi þær, ef Ísland heldur áfram að virða að vettugi kröfur Norðmanna og ESB um minni hlutdeild í makrílstofninum, en þetta hafa íslenskir embættismenn fengið upplýsingar um eftir óformlegum leiðum. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Skotar og Írar hafa sett þrýsting á framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að láta afstöðu Íslands í makríldeilunni hafa áhrif á samningaviðræður við Evrópusambandið. Þá er framkvæmdastjórnin með í undirbúningi nýja löggjöf vegna ólöglegra veiða en litið er svo á að hún mun ekki hafa áhrif á Ísland. Hinn 24.-27. janúar næstkomandi er áformaður næsti fundur um makrílveiðar í Bergen í Noregi. Framkvæmdastjórn ESB og Norðmenn hafa krafist þess að Íslendingar veiði mun minna af makríl, en makrílveiðar skiluðu þjóðarbúinu um 25 milljörðum króna í tekjur á síðasta ári, eins og greint var frá laust fyrir áramót. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er nú með í undirbúningi lagasetningu sem heimilar henni að grípa til viðskiptaþvingana gegn ríkjum sem veiða ólöglega. Ísland leyfir ekki löndun hér á landi úr erlendum skipum sem veiða utan landhelginnar úr stofnum sem ekki er samkomulag um að veiða, þ.e teljast ólöglegar. Væntanleg tilskipun ESB um þvinganir vegna ólöglegra veiða mun meðal annars ná utan um makrílveiðarnar en samkvæmt heimildum fréttastofu er litið svo á í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu að slíkri tilskipun verði ekki hægt að beita gegn Íslendingum vegna stöðu okkar innan EES og aðild okkar að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, WTO. Á fundinum í Bergen verður rætt um hlutdeild í makrílstofnum, en á síðasta fundi á Írlandi var gerð sú krafa að hlutdeild Íslendinga í stofninum yrði 5 - 6,5 prósent en í dag veiða Íslendingar 16-17 prósent af þeim 800-900 þúsund tonnum sem veidd eru á hverju ári. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er litið svo á af hálfu Íslendinga að litlar líkur séu á því að samkomulag náist á fundinum í Bergen. Í raun sé það bara formsatriði að mæta á fundinn því lítill tilgangur sé með honum fyrst engin teikn séu á lofti um að Norðmenn og ESB víki frá kröfum sínum eða dragi úr þeim. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa Skotar og Írar gert þá kröfu óformlega að framkvæmdastjórn ESB beiti sér í aðildarviðræðum við Ísland, og mögulega stöðvi þær, ef Ísland heldur áfram að virða að vettugi kröfur Norðmanna og ESB um minni hlutdeild í makrílstofninum, en þetta hafa íslenskir embættismenn fengið upplýsingar um eftir óformlegum leiðum.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira