Malcolm Walker: Greiði fyrir Baugsfeðga Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. ágúst 2012 19:44 Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt. Walker hætti hjá félaginu í ósætti við eigendur þess árið 2001 en fyrir tilstuðlan Baugs Group kom hann aftur að rekstrinum 2005 og hefur verið við stjórnvölinn síðan. 67 prósenta hlutur rann í faðm gamla Landsbankans eftir hrunið við gjaldþrot Baugs og fyrr á þessu ári leiddi Walker yfirtöku á félaginu fyrir á þriðja hundrað milljarða króna. Walker segir að einfaldleiki sé lykillinn að velgengni Iceland. „En þetta er raunveruleikinn. Við höfum farið fram úr væntingum okkar í fimm eða sex ár," segir Walker. „En það var ekki ætlunin. Við spáum aldrei vexti. Við hugsum um að fá hagnað." Walker segist hafa átt gott samstarf við bæði Baug og Landsbankann. „Reynsla okkar af að vinna með Íslendingum, hvort sem það var Baugur eða bankarnir, hefur verið góð. Það var smánúningur þegar Landsbankinn reyndi að fá besta verðið fyrir fyrirtækið, eins og hann varð auðvitað að gera, og við vildum kaupa ódýrt, eins og eðlilegt er. En við þessar aðstæður held ég að allir hafi sigrað. Við borguðum miklu meira en við ætluðum að gera, Landsbankinn fékk gott verð, en allir eru ánægðir," segir Walker. Walker segir að opnun Iceland Foods hafi í raun verið greiði við fjölskyldu Baugsfeðga, en Walker er ekki hluthafi í íslenska Iceland Food sem hann kallar blöndu af Bónus og Iceland. „Við flytjum út vörur til ýmissa landa, til dæmis Spánar. Hann bað um að fá nafnið lánað og flytja vörur okkar hingað og við samþykktum það. Við gerum allt sem við getum til að styðja fjölskylduna." „Í augnablikinu höfum við sagst ætla að styðja hann eins vel og við getum. Þetta er fyrsta búðin, tilraunabúð, og við sjáum til hvert þetta leiðir. En segjum bara að við munum styðja hann vel," segir Walker. Walker segir að kannski opni Iceland Foods á hinum Norðurlöndunum, ef búðin gangi vel á Íslandi. Nýjasta þáttinn af Klinkinu með viðtalinu við Malcolm Walker má nú nálgast á Viðskiptavef Vísis, en á forsíðu Vísis er hlekkur á viðtalið. Klinkið Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira
Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt. Walker hætti hjá félaginu í ósætti við eigendur þess árið 2001 en fyrir tilstuðlan Baugs Group kom hann aftur að rekstrinum 2005 og hefur verið við stjórnvölinn síðan. 67 prósenta hlutur rann í faðm gamla Landsbankans eftir hrunið við gjaldþrot Baugs og fyrr á þessu ári leiddi Walker yfirtöku á félaginu fyrir á þriðja hundrað milljarða króna. Walker segir að einfaldleiki sé lykillinn að velgengni Iceland. „En þetta er raunveruleikinn. Við höfum farið fram úr væntingum okkar í fimm eða sex ár," segir Walker. „En það var ekki ætlunin. Við spáum aldrei vexti. Við hugsum um að fá hagnað." Walker segist hafa átt gott samstarf við bæði Baug og Landsbankann. „Reynsla okkar af að vinna með Íslendingum, hvort sem það var Baugur eða bankarnir, hefur verið góð. Það var smánúningur þegar Landsbankinn reyndi að fá besta verðið fyrir fyrirtækið, eins og hann varð auðvitað að gera, og við vildum kaupa ódýrt, eins og eðlilegt er. En við þessar aðstæður held ég að allir hafi sigrað. Við borguðum miklu meira en við ætluðum að gera, Landsbankinn fékk gott verð, en allir eru ánægðir," segir Walker. Walker segir að opnun Iceland Foods hafi í raun verið greiði við fjölskyldu Baugsfeðga, en Walker er ekki hluthafi í íslenska Iceland Food sem hann kallar blöndu af Bónus og Iceland. „Við flytjum út vörur til ýmissa landa, til dæmis Spánar. Hann bað um að fá nafnið lánað og flytja vörur okkar hingað og við samþykktum það. Við gerum allt sem við getum til að styðja fjölskylduna." „Í augnablikinu höfum við sagst ætla að styðja hann eins vel og við getum. Þetta er fyrsta búðin, tilraunabúð, og við sjáum til hvert þetta leiðir. En segjum bara að við munum styðja hann vel," segir Walker. Walker segir að kannski opni Iceland Foods á hinum Norðurlöndunum, ef búðin gangi vel á Íslandi. Nýjasta þáttinn af Klinkinu með viðtalinu við Malcolm Walker má nú nálgast á Viðskiptavef Vísis, en á forsíðu Vísis er hlekkur á viðtalið.
Klinkið Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira