Björn Ingi: Allir sem komu að stjórn bera ábyrgð á stöðunni Magnús Halldórsson skrifar 10. október 2012 20:00 Björn Ingi Hrafnsson, sést hér við Reykjavíkurtjörn, þegar nýr meirihluti var myndaður í borginni, árið 2007, eftir snörp átök um málefni Reykjavík Energy Invest. „Eftir á að hyggja var farið of hratt í skuldsetningu, of mikil áhætta tekin gagnvart gengi gjaldmiðla og á því bera allir ábyrgð sem komu að stjórn fyrirtækisins undanfarin ár. Hins vegar má ekki gleyma því að þetta er, þrátt fyrir allt, gífurlega stöndugt fyrirtæki og það skapar mjög miklar tekjur og ef allt gengur að óskum þá verður hægt að líta á vandræðin núna sem mikilvæga lexíu," segir Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, stjórnarmaður í Orkuveitunni og Reykjavík Energy Invest, dótturfélags Orkuveitunnar, í skýrslu úttektarnefndar um starfsemi Orkuveitunnar. Þar svara þeir sem komu til viðtals við vinnu nefndarinnar, því hvað fór úrskeiðis við rekstur fyrirtækisins. Að mati nefndarinnar var fjölmargt að í rekstri fyrirtækisins, en skuldir þess þrettánfölduðust á átta ára tímabili, fóru úr 17,7 milljörðum í 224,3 milljarða á árunum 2002 til 2010. Að miklu leyti var það vegna gríðarlegrar gengisáhættu í starfsemi fyrirtækisins, en fyrirtækið tapaði um 100 milljörðum króna á hruni krónunnar. Þá ákváðu borgarfulltrúar í stjórn fyrirtækisins að hækka ekki gjaldskrá fyrirtækisins, þrátt fyrir ábendingar stjórnenda fyrirtæksins um nauðsyn þess, og létu hana ekki fylgja vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að skuldbindingar fyrirtækisins væru sífellt að aukast. Björn Ingi segir enn fremur að eftirlitsaðilar hafi sérstaklega nefnt að Orkuveitan hefði sérstaklega góð kjör á sínum lánum, og fyrirtækið hefði hagað sínum málum með sambærilegum hætti og önnur opinber fyrirtæki á árunum fyrir hrun. „En á þessum árum, væntanlega frá 2002 til 2010 eða þar um bil, er Orkuveitan og fjármálastjóri hennar (sem kom frá sambærilegu starfi í Reykjavíkurborg) rómuð fyrir gott lánshæfismat og einstakt aðgengi að erlendum lánamörkuðum. Í stjórn fyrirtækisins voru þessir lánasamningar kynntir með miklu stolti, þetta væru mjög hagstæðir samningar með nánast sambærilegum kjörum og ríkið var að fá og í rauninni bara frábærir samningar. Undir það tóku eftirlitsaðilar sem skiluðu til okkar skýrslum um áhættumat á fjárfestingum, gjaldeyrisstöðu og lánamálum almennt. Það var sérstaklega tiltekið hversu góð sambönd Orkuveitan hefði á þessum bestu mörkuðum og annað slíkt, þannig að, allavega held ég, að stjórnarmenn almennt hafi ekki vitað betur en að það væri í gangi nauðsynleg vinna varðandi áhættumat og dreifa áhættunni. Ekki höfðu almennir stjórnarmenn í sjálfu sér neinar forsendur til þess að meta það með öðrum hætti. Og menn höfðu ekki neinar upplýsingar um annað en að það gengi bara nokkuð vel, sem er sambærilegt við það hvernig ýmsir aðrir opinberir aðilar höguðu lántökum sínum á árunum fyrir hrun," segir Björn Ingi. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
„Eftir á að hyggja var farið of hratt í skuldsetningu, of mikil áhætta tekin gagnvart gengi gjaldmiðla og á því bera allir ábyrgð sem komu að stjórn fyrirtækisins undanfarin ár. Hins vegar má ekki gleyma því að þetta er, þrátt fyrir allt, gífurlega stöndugt fyrirtæki og það skapar mjög miklar tekjur og ef allt gengur að óskum þá verður hægt að líta á vandræðin núna sem mikilvæga lexíu," segir Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, stjórnarmaður í Orkuveitunni og Reykjavík Energy Invest, dótturfélags Orkuveitunnar, í skýrslu úttektarnefndar um starfsemi Orkuveitunnar. Þar svara þeir sem komu til viðtals við vinnu nefndarinnar, því hvað fór úrskeiðis við rekstur fyrirtækisins. Að mati nefndarinnar var fjölmargt að í rekstri fyrirtækisins, en skuldir þess þrettánfölduðust á átta ára tímabili, fóru úr 17,7 milljörðum í 224,3 milljarða á árunum 2002 til 2010. Að miklu leyti var það vegna gríðarlegrar gengisáhættu í starfsemi fyrirtækisins, en fyrirtækið tapaði um 100 milljörðum króna á hruni krónunnar. Þá ákváðu borgarfulltrúar í stjórn fyrirtækisins að hækka ekki gjaldskrá fyrirtækisins, þrátt fyrir ábendingar stjórnenda fyrirtæksins um nauðsyn þess, og létu hana ekki fylgja vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að skuldbindingar fyrirtækisins væru sífellt að aukast. Björn Ingi segir enn fremur að eftirlitsaðilar hafi sérstaklega nefnt að Orkuveitan hefði sérstaklega góð kjör á sínum lánum, og fyrirtækið hefði hagað sínum málum með sambærilegum hætti og önnur opinber fyrirtæki á árunum fyrir hrun. „En á þessum árum, væntanlega frá 2002 til 2010 eða þar um bil, er Orkuveitan og fjármálastjóri hennar (sem kom frá sambærilegu starfi í Reykjavíkurborg) rómuð fyrir gott lánshæfismat og einstakt aðgengi að erlendum lánamörkuðum. Í stjórn fyrirtækisins voru þessir lánasamningar kynntir með miklu stolti, þetta væru mjög hagstæðir samningar með nánast sambærilegum kjörum og ríkið var að fá og í rauninni bara frábærir samningar. Undir það tóku eftirlitsaðilar sem skiluðu til okkar skýrslum um áhættumat á fjárfestingum, gjaldeyrisstöðu og lánamálum almennt. Það var sérstaklega tiltekið hversu góð sambönd Orkuveitan hefði á þessum bestu mörkuðum og annað slíkt, þannig að, allavega held ég, að stjórnarmenn almennt hafi ekki vitað betur en að það væri í gangi nauðsynleg vinna varðandi áhættumat og dreifa áhættunni. Ekki höfðu almennir stjórnarmenn í sjálfu sér neinar forsendur til þess að meta það með öðrum hætti. Og menn höfðu ekki neinar upplýsingar um annað en að það gengi bara nokkuð vel, sem er sambærilegt við það hvernig ýmsir aðrir opinberir aðilar höguðu lántökum sínum á árunum fyrir hrun," segir Björn Ingi.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira