Samruni hefði getað kostað skattborgara háar fjárhæðir Þórður Snær Júlíusson skrifar 10. október 2012 00:00 Samkeppniseftirlitið taldi markaðina sem fyrirtækin starfa á mikilvæga og að samruninn gæti haft víðtækar afleiðingar fyrir almenning í för með sér. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri eftirlitsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Samkeppniseftirlitið (SE) ógilti á mánudag samruna Veritas Capital og Fastus ehf., sem bæði reka starfsemi á sviði heilbrigðisþjónustu. Taldi eftirlitið að við samrunann yrði til fyrirtæki sem öðlast myndi markaðsráðandi stöðu í sölu á flóknum lækningatækjum sem myndi leiða af sér aðgangshindranir fyrir nýja aðila. Auk þess sýndi ítarleg rannsókn SE þá niðurstöðu að Landspítalinn og aðrir viðskiptavinir þess byggju ekki yfir nægilegum kaupendastyrk til að „draga úr mætti hins sameinaða fyrirtækis“. Velferðarráðuneytið taldi enn fremur að við sameiningu fyrirtækjanna myndu öll tilboð og afslættir sem stofnanir þess fá verða minni. Þegar þetta er skoðað, ásamt því að Landspítalinn þarf að endurnýja tækjabúnað sinn umtalsvert á næstu árum auk þess sem bygging nýs spítala mun hafa í för með sér talsverð útgjöld, þá komst SE að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að tryggja virka samkeppni í viðskiptum með lækningatæki sem getur „varðað hagsmuni skattborgaranna sem nema háum fjárhæðum“. Þetta kemur fram í ákvörðun eftirlitsins sem birt var í byrjun vikunnar. Veritas Capital er móðurfélag félaga sem reka starfsemi á sviði heilbrigðisþjónustu og rekur meðal annars dótturfélögin Medor ehf. sem selur lækningatæki, Vistor sem selur meðal annars lyf í heildsölu og Distica ehf. sem sérhæfir sig í dreifingu á lyfjum og öðrum vörum fyrir heilbrigðisþjónustu. Fastus selur hins vegar lækningatæki, auk rekstrarvara fyrir hótel- og veitingageirann. Í skýrslu SE kemur fram að bæði velferðarráðuneytið og Landspítalinn telji að samruni Veritas og Fastus muni „hafa í för með sér skaðleg áhrif á samkeppni“. Ráðuneytið segir enn fremur, í svari sínu við fyrirspurn SE um málið, að „við að sameina þessi tvö fyrirtæki minnkar samkeppni og þar með verða öll tilboð og afslættir minni. Sé þetta skoðað í ljósi þess að sameinað fyrirtæki er að selja […] þremur stofnunum [LSH, FSA og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins] vörur fyrir meira en fjóra milljarða getur það skipt gríðarlega miklu máli í hagræðingarmöguleikum viðkomandi stofnana“. Í svari Landspítalans við fyrirspurn eftirlitsins kom fram að „samruninn getur haft veruleg áhrif ekki síst í rannsóknarvörum þar sem sami aðili er kominn með umboð fyrir þrjá af fimm stærstu rannsóknartækjaframleiðendum í heiminum. Þarna getur skapast markaðsráðandi staða sem getur leyft ráðandi aðilum að lækka verð og ýta samkeppnisaðilum út af markaðnum“. Það var því mat SE að þeir markaðir sem fyrirtækin tvö starfa á séu mikilvægir fyrir almenning og að það sé á endanum hann sem „bæði nýtur heilbrigðisþjónustunnar og greiðir þann kostnað sem af hlýst með einum eða öðrum hætti. Að undanförnu hefur komið fram að tækjabúnaður Landspítalans og annarra heilbrigðisstofnana í landinu sé í mörgum tilfellum úr sér genginn vegna sparnaðar í tækjakaupum undanfarin ár, ekki síst í kjölfar efnahagshrunsins. Áætlað er að spítalinn verði að endurnýja tækjabúnað sinn umtalsvert á næstu árum auk þess sem bygging nýs Landspítala mun hafa í för með sér töluverð útgjöld á þessu sviði. Virk samkeppni í viðskiptum með lækningatæki getur því varðað hagsmuni skattborgaranna sem nema háum fjárhæðum“. SE ákvað því að ógilda samrunann. Tengdar fréttir Veritas hagnaðist um 755 milljónir í fyrra Veritas Capital hagnaðist um 755 milljónir króna í fyrra og eigið fé félagsins nam tæpum fjórum milljörðum króna um síðustu áramót. Alls seldi fyrirtækið vörur fyrir 13,7 milljarða króna. Hagnaður Veritas á árinu 2010 var 1,1 milljarður króna. Samanlagt hefur fyrirtækið því hagnast um tæpa tvo milljarða króna á tveimur árum. 10. október 2012 09:00 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið (SE) ógilti á mánudag samruna Veritas Capital og Fastus ehf., sem bæði reka starfsemi á sviði heilbrigðisþjónustu. Taldi eftirlitið að við samrunann yrði til fyrirtæki sem öðlast myndi markaðsráðandi stöðu í sölu á flóknum lækningatækjum sem myndi leiða af sér aðgangshindranir fyrir nýja aðila. Auk þess sýndi ítarleg rannsókn SE þá niðurstöðu að Landspítalinn og aðrir viðskiptavinir þess byggju ekki yfir nægilegum kaupendastyrk til að „draga úr mætti hins sameinaða fyrirtækis“. Velferðarráðuneytið taldi enn fremur að við sameiningu fyrirtækjanna myndu öll tilboð og afslættir sem stofnanir þess fá verða minni. Þegar þetta er skoðað, ásamt því að Landspítalinn þarf að endurnýja tækjabúnað sinn umtalsvert á næstu árum auk þess sem bygging nýs spítala mun hafa í för með sér talsverð útgjöld, þá komst SE að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að tryggja virka samkeppni í viðskiptum með lækningatæki sem getur „varðað hagsmuni skattborgaranna sem nema háum fjárhæðum“. Þetta kemur fram í ákvörðun eftirlitsins sem birt var í byrjun vikunnar. Veritas Capital er móðurfélag félaga sem reka starfsemi á sviði heilbrigðisþjónustu og rekur meðal annars dótturfélögin Medor ehf. sem selur lækningatæki, Vistor sem selur meðal annars lyf í heildsölu og Distica ehf. sem sérhæfir sig í dreifingu á lyfjum og öðrum vörum fyrir heilbrigðisþjónustu. Fastus selur hins vegar lækningatæki, auk rekstrarvara fyrir hótel- og veitingageirann. Í skýrslu SE kemur fram að bæði velferðarráðuneytið og Landspítalinn telji að samruni Veritas og Fastus muni „hafa í för með sér skaðleg áhrif á samkeppni“. Ráðuneytið segir enn fremur, í svari sínu við fyrirspurn SE um málið, að „við að sameina þessi tvö fyrirtæki minnkar samkeppni og þar með verða öll tilboð og afslættir minni. Sé þetta skoðað í ljósi þess að sameinað fyrirtæki er að selja […] þremur stofnunum [LSH, FSA og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins] vörur fyrir meira en fjóra milljarða getur það skipt gríðarlega miklu máli í hagræðingarmöguleikum viðkomandi stofnana“. Í svari Landspítalans við fyrirspurn eftirlitsins kom fram að „samruninn getur haft veruleg áhrif ekki síst í rannsóknarvörum þar sem sami aðili er kominn með umboð fyrir þrjá af fimm stærstu rannsóknartækjaframleiðendum í heiminum. Þarna getur skapast markaðsráðandi staða sem getur leyft ráðandi aðilum að lækka verð og ýta samkeppnisaðilum út af markaðnum“. Það var því mat SE að þeir markaðir sem fyrirtækin tvö starfa á séu mikilvægir fyrir almenning og að það sé á endanum hann sem „bæði nýtur heilbrigðisþjónustunnar og greiðir þann kostnað sem af hlýst með einum eða öðrum hætti. Að undanförnu hefur komið fram að tækjabúnaður Landspítalans og annarra heilbrigðisstofnana í landinu sé í mörgum tilfellum úr sér genginn vegna sparnaðar í tækjakaupum undanfarin ár, ekki síst í kjölfar efnahagshrunsins. Áætlað er að spítalinn verði að endurnýja tækjabúnað sinn umtalsvert á næstu árum auk þess sem bygging nýs Landspítala mun hafa í för með sér töluverð útgjöld á þessu sviði. Virk samkeppni í viðskiptum með lækningatæki getur því varðað hagsmuni skattborgaranna sem nema háum fjárhæðum“. SE ákvað því að ógilda samrunann.
Tengdar fréttir Veritas hagnaðist um 755 milljónir í fyrra Veritas Capital hagnaðist um 755 milljónir króna í fyrra og eigið fé félagsins nam tæpum fjórum milljörðum króna um síðustu áramót. Alls seldi fyrirtækið vörur fyrir 13,7 milljarða króna. Hagnaður Veritas á árinu 2010 var 1,1 milljarður króna. Samanlagt hefur fyrirtækið því hagnast um tæpa tvo milljarða króna á tveimur árum. 10. október 2012 09:00 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Veritas hagnaðist um 755 milljónir í fyrra Veritas Capital hagnaðist um 755 milljónir króna í fyrra og eigið fé félagsins nam tæpum fjórum milljörðum króna um síðustu áramót. Alls seldi fyrirtækið vörur fyrir 13,7 milljarða króna. Hagnaður Veritas á árinu 2010 var 1,1 milljarður króna. Samanlagt hefur fyrirtækið því hagnast um tæpa tvo milljarða króna á tveimur árum. 10. október 2012 09:00