Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og Bandaríkjunum hafa brugðist illa við nýjum atvinnuleysistölum sem birtar voru í dag. Í Evrópu er meðaltalsatvinnuleysi nú um 11 prósent og í Bandaríkjunum mælist það 8,2 prósent, en í apríl mældist það 8,1 prósent.
Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum hefur lækkað um ríflega tvö prósent það sem af er degi, og DAX vísitalan í Evrópu hefur lækkað um 3,4 prósent, samkvæmt markaðsvakt Wall Street Journal.
