Miðað við samgönguáætlun sem nú er til afgreiðslu á Alþingi verður framkvæmdum við Norðfjarðargöng flýtt um eitt og hálft ár og Dýrafjarðargöngum um tvö og hálft ár. Þetta verður mögulegt þar sem hluta sérstaks veiðigjalds verður varið til samgöngumála, nánar tiltekið 2,5 milljörðum króna á ári allt fram til ársins 2022.
Þetta kemur fram í fjárfestingarstefnu ríkisstjórnarinnar sem birt var um daginn. Á vefsíðu ríkisstjórnarinnar í dag er bent á að í samgönguáætlun, sem nú er til afgreiðslu á Alþingi, sjáist þegar merki þessarar stefnu ríkisstjórnarinnar, þ.e. að verja hluta veiðigjalds til samgöngumála.
Ólöfu Nordal, þingmanni Sjálfstæðisflokks, finnst vinnubrögð ríkisstjórnarinnar gagnrýniverð.
„Mér finnst ekki hægt að ráðstafa peningum sem er ekki einu sinni búið að tryggja," segir Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokks og vísar þar með til þess að frumvarp til laga um veiðigjöld er enn til umræðu á Alþingi. Veiðigjöldin hafa því ekki verið samþykkt og mjög skiptar skoðanir eru um réttmæti þeirra á þingi.
Jarðgangaframkvæmdum verði flýtt í krafti veiðigjalda
BBI skrifar

Mest lesið


Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna
Viðskipti innlent

Verðbólgan hjaðnar þvert á spár
Viðskipti innlent

Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús
Viðskipti innlent

„Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“
Viðskipti innlent

Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum
Viðskipti innlent

Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra
Viðskipti innlent

Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar
Viðskipti innlent

Óvænt en breytir þó ekki spám
Viðskipti innlent

Krispy Kreme opnar í Hagkaup Smáralind
Viðskipti innlent