Búið að borga um helming af Icesave 1. júní 2012 06:15 Eignir þrotabús Landsbankans jukust um 77 milljarða króna að raunvirði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Helsta ástæða þess var salan á Iceland Foods.fréttablaðið/valli Þrotabú Landsbankans á 122 milljarða króna umfram forgangskröfur, sem nema 1.323 milljörðum króna. Þetta kom fram á kröfuhafafundi sem haldinn var í gærmorgun. Þar kynnti slitastjórn bankans kröfuhöfum stöðu eignasafns hans í lok fyrsta ársfjórðungs 2012. Matið miðast við gengi íslensku krónunnar 22. apríl 2009. Í kynningunni kom einnig fram að raunaukning á virði eigna búsins hafi verið tæpir 77 milljarðar króna frá lokum árs 2011. Sé veiking krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum heims tekin með í reikninginn nemur aukningin á þessu þriggja mánaða tímabili 117 milljörðum króna. Virðisaukning eigna þrotabús Landsbankans er að langmestu leyti tilkomin vegna sölunnar á Iceland Foods sem fór fram í febrúar síðastliðnum. Þá seldi Landsbankinn 67,5 prósenta hlut sinn til Malcolms Walker og hóps meðfjárfesta á um 1.050 milljónir punda, um 212 milljarða króna á gengi dagsins í dag. Landsbankinn lánaði kaupendunum um 50 milljarða króna af kaupverðinu. Fram að sölunni hafði Landsbankinn bókfært hlutinn um 33 prósent undir því verði sem fékkst á endanum fyrir hann. Eftir söluna jukust endurheimtur bankans því um 70 milljarða króna. Auk þess var tilkynnt að slita-stjórn hefði í lok maí greitt út hlutagreiðslu til forgangskröfuhafa í annað sinn. Í þetta sinnið voru um 162 milljarðar króna greiddir út. Áður hafði þrotabúið greitt út 432 milljarða króna í byrjun desember síðastliðins og því hefur slitastjórnin samtals greitt út jafnvirði rúmlega 594 milljarða króna. Það eru um 43 prósent af öllum forgangskröfum í búið. Langstærstur hluti greiðslnanna rennur til tryggingasjóða innstæðueigenda í Hollandi og Bretlandi vegna Icesave-málsins. Samþykktar forgangskröfur í bú bankans nema 1.323 milljörðum króna. Kröfur tryggingasjóða innstæðueigenda í Hollandi og Bretlandi nema um 86 prósentum af öllum forgangskröfum. Af þeirri upphæð er Tryggingasjóður innstæðueigenda á Íslandi í ábyrgð fyrir 674 milljörðum, eða um helmingi allra samþykktra forgangskrafna vegna tryggingar á lágmarksinnstæðum upp að 20.887 evrum. thordur@frettabladid.is Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Þrotabú Landsbankans á 122 milljarða króna umfram forgangskröfur, sem nema 1.323 milljörðum króna. Þetta kom fram á kröfuhafafundi sem haldinn var í gærmorgun. Þar kynnti slitastjórn bankans kröfuhöfum stöðu eignasafns hans í lok fyrsta ársfjórðungs 2012. Matið miðast við gengi íslensku krónunnar 22. apríl 2009. Í kynningunni kom einnig fram að raunaukning á virði eigna búsins hafi verið tæpir 77 milljarðar króna frá lokum árs 2011. Sé veiking krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum heims tekin með í reikninginn nemur aukningin á þessu þriggja mánaða tímabili 117 milljörðum króna. Virðisaukning eigna þrotabús Landsbankans er að langmestu leyti tilkomin vegna sölunnar á Iceland Foods sem fór fram í febrúar síðastliðnum. Þá seldi Landsbankinn 67,5 prósenta hlut sinn til Malcolms Walker og hóps meðfjárfesta á um 1.050 milljónir punda, um 212 milljarða króna á gengi dagsins í dag. Landsbankinn lánaði kaupendunum um 50 milljarða króna af kaupverðinu. Fram að sölunni hafði Landsbankinn bókfært hlutinn um 33 prósent undir því verði sem fékkst á endanum fyrir hann. Eftir söluna jukust endurheimtur bankans því um 70 milljarða króna. Auk þess var tilkynnt að slita-stjórn hefði í lok maí greitt út hlutagreiðslu til forgangskröfuhafa í annað sinn. Í þetta sinnið voru um 162 milljarðar króna greiddir út. Áður hafði þrotabúið greitt út 432 milljarða króna í byrjun desember síðastliðins og því hefur slitastjórnin samtals greitt út jafnvirði rúmlega 594 milljarða króna. Það eru um 43 prósent af öllum forgangskröfum í búið. Langstærstur hluti greiðslnanna rennur til tryggingasjóða innstæðueigenda í Hollandi og Bretlandi vegna Icesave-málsins. Samþykktar forgangskröfur í bú bankans nema 1.323 milljörðum króna. Kröfur tryggingasjóða innstæðueigenda í Hollandi og Bretlandi nema um 86 prósentum af öllum forgangskröfum. Af þeirri upphæð er Tryggingasjóður innstæðueigenda á Íslandi í ábyrgð fyrir 674 milljörðum, eða um helmingi allra samþykktra forgangskrafna vegna tryggingar á lágmarksinnstæðum upp að 20.887 evrum. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira