Wow air tvöfaldar sætaframboð 2013 13. september 2012 09:15 Skúli Mogensen ætlar sjálfur að fjármagna aukin umsvif Wow air. Hann lagði félaginu til hálfan milljarð króna í ágúst síðastliðnum auk þess sem hann lagði fram upphafskostnað þegar það var sett á fót.fréttablaðið/anton Wow air ætlar að auka tíðni fluga og bæta við nýjum áfangastöðum næsta sumar. Vegna þessa verður ráðist í leigu á fleiri flugvélum og hefur verið gengið frá því að þrjár Airbus-vélar þjónusti félagið á næsta ári. Sætaframboð Wow air mun tvöfaldast við þetta og verða um 280 þúsund á árinu 2013. Skúli Mogensen, forstjóri og aðaleigandi Wow air, segir ljóst að hin auknu umsvif muni kalla á aukna fjárfestingu í félaginu á næstu árum til viðbótar við þær 500 milljónir króna sem hann lagði félaginu til í lok ágúst síðastliðins. Skúli ætlar sjálfur að fjármagna þá aukningu en útilokar ekki að fá fleiri hluthafa að þegar meiri reynsla er komin á verkefnið. Stefnt er að því að Wow air skili hagnaði eftir tvö til þrjú ár. Wow air mun hefja áætlunarflug til Amsterdam, Mílanó og Düsseldorf næsta sumar. Auk þess ætlar félagið að fjölga ferðum sínum til Londum upp í átta á viku og fljúga sex sinnum í viku til Kaupmannahafnar næsta sumar. Áfangastaðir Wow air verða því þrettán talsins næsta sumar. Skúli segir ástæðu þess að ráðist sé í þessa innspýtingu vera góð viðbrögð viðskiptavina gagnvart Wow air á fyrsta starfsári félagsins. „Við teljum tvímælalaust þörf fyrir félag eins og Wow, sem getur boðið lægsta verð með bros á vör, inn á þennan markað. Þessir nýju áfangastaðir urðu fyrir valinu vegna þess að við höfum bæði fundið fyrir áhuga Íslendinga á þeim, en ekki síst fyrir miklum áhuga frá öllum þessum stöðum á Íslandi. Í þessu ákveðna tilfelli þá ræður erlendur áhugi á Íslandi mestu um hvaða staðir urðu fyrir valinu.“ Að sögn Skúla er alveg ljóst að þessi auknu umsvif muni kalla á viðbótarfjárfestingu í félaginu, en tilkynnt var í síðasta mánuði að hann hefði lagt því til hálfan milljarð króna til að styrkja stöðu þess. Fjárfestingafélag Skúla, Títan, er eini eigandi Wow air. „Ég legg áherslu á að svona uppbygging er að lágmarki þriggja ára verkefni. Þessu fylgir mikill upphafskostnaður en að sama skapi er þetta gríðarlega áhugaverður markaður. Erlendir ferðamenn skila 158 milljörðum króna inn í þjóðarbúið árlega. Kakan er því orðin ansi stór og mun enn stækka svo framarlega sem stjórnvöld fara ekki að krukka of mikið í þennan geira. Það er alveg ljóst að það kallar á töluverða fjárfestingu að koma á fót svona ferðaþjónustufélagi. Þær fjárfestingar verða umtalsverðar næstu árin. En ég er bjartsýnn á að við getum byggt upp öflugt félag til lengri tíma. Að svo stöddu er ég mjög sáttur við að fjármagna félagið sjálfur. En ég mun ekki útiloka að taka fleiri með mér í lið þegar það er komin meiri reynsla á þetta.“ thordur@frettabladid.is Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Wow air ætlar að auka tíðni fluga og bæta við nýjum áfangastöðum næsta sumar. Vegna þessa verður ráðist í leigu á fleiri flugvélum og hefur verið gengið frá því að þrjár Airbus-vélar þjónusti félagið á næsta ári. Sætaframboð Wow air mun tvöfaldast við þetta og verða um 280 þúsund á árinu 2013. Skúli Mogensen, forstjóri og aðaleigandi Wow air, segir ljóst að hin auknu umsvif muni kalla á aukna fjárfestingu í félaginu á næstu árum til viðbótar við þær 500 milljónir króna sem hann lagði félaginu til í lok ágúst síðastliðins. Skúli ætlar sjálfur að fjármagna þá aukningu en útilokar ekki að fá fleiri hluthafa að þegar meiri reynsla er komin á verkefnið. Stefnt er að því að Wow air skili hagnaði eftir tvö til þrjú ár. Wow air mun hefja áætlunarflug til Amsterdam, Mílanó og Düsseldorf næsta sumar. Auk þess ætlar félagið að fjölga ferðum sínum til Londum upp í átta á viku og fljúga sex sinnum í viku til Kaupmannahafnar næsta sumar. Áfangastaðir Wow air verða því þrettán talsins næsta sumar. Skúli segir ástæðu þess að ráðist sé í þessa innspýtingu vera góð viðbrögð viðskiptavina gagnvart Wow air á fyrsta starfsári félagsins. „Við teljum tvímælalaust þörf fyrir félag eins og Wow, sem getur boðið lægsta verð með bros á vör, inn á þennan markað. Þessir nýju áfangastaðir urðu fyrir valinu vegna þess að við höfum bæði fundið fyrir áhuga Íslendinga á þeim, en ekki síst fyrir miklum áhuga frá öllum þessum stöðum á Íslandi. Í þessu ákveðna tilfelli þá ræður erlendur áhugi á Íslandi mestu um hvaða staðir urðu fyrir valinu.“ Að sögn Skúla er alveg ljóst að þessi auknu umsvif muni kalla á viðbótarfjárfestingu í félaginu, en tilkynnt var í síðasta mánuði að hann hefði lagt því til hálfan milljarð króna til að styrkja stöðu þess. Fjárfestingafélag Skúla, Títan, er eini eigandi Wow air. „Ég legg áherslu á að svona uppbygging er að lágmarki þriggja ára verkefni. Þessu fylgir mikill upphafskostnaður en að sama skapi er þetta gríðarlega áhugaverður markaður. Erlendir ferðamenn skila 158 milljörðum króna inn í þjóðarbúið árlega. Kakan er því orðin ansi stór og mun enn stækka svo framarlega sem stjórnvöld fara ekki að krukka of mikið í þennan geira. Það er alveg ljóst að það kallar á töluverða fjárfestingu að koma á fót svona ferðaþjónustufélagi. Þær fjárfestingar verða umtalsverðar næstu árin. En ég er bjartsýnn á að við getum byggt upp öflugt félag til lengri tíma. Að svo stöddu er ég mjög sáttur við að fjármagna félagið sjálfur. En ég mun ekki útiloka að taka fleiri með mér í lið þegar það er komin meiri reynsla á þetta.“ thordur@frettabladid.is
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent