Wow air tvöfaldar sætaframboð 2013 13. september 2012 09:15 Skúli Mogensen ætlar sjálfur að fjármagna aukin umsvif Wow air. Hann lagði félaginu til hálfan milljarð króna í ágúst síðastliðnum auk þess sem hann lagði fram upphafskostnað þegar það var sett á fót.fréttablaðið/anton Wow air ætlar að auka tíðni fluga og bæta við nýjum áfangastöðum næsta sumar. Vegna þessa verður ráðist í leigu á fleiri flugvélum og hefur verið gengið frá því að þrjár Airbus-vélar þjónusti félagið á næsta ári. Sætaframboð Wow air mun tvöfaldast við þetta og verða um 280 þúsund á árinu 2013. Skúli Mogensen, forstjóri og aðaleigandi Wow air, segir ljóst að hin auknu umsvif muni kalla á aukna fjárfestingu í félaginu á næstu árum til viðbótar við þær 500 milljónir króna sem hann lagði félaginu til í lok ágúst síðastliðins. Skúli ætlar sjálfur að fjármagna þá aukningu en útilokar ekki að fá fleiri hluthafa að þegar meiri reynsla er komin á verkefnið. Stefnt er að því að Wow air skili hagnaði eftir tvö til þrjú ár. Wow air mun hefja áætlunarflug til Amsterdam, Mílanó og Düsseldorf næsta sumar. Auk þess ætlar félagið að fjölga ferðum sínum til Londum upp í átta á viku og fljúga sex sinnum í viku til Kaupmannahafnar næsta sumar. Áfangastaðir Wow air verða því þrettán talsins næsta sumar. Skúli segir ástæðu þess að ráðist sé í þessa innspýtingu vera góð viðbrögð viðskiptavina gagnvart Wow air á fyrsta starfsári félagsins. „Við teljum tvímælalaust þörf fyrir félag eins og Wow, sem getur boðið lægsta verð með bros á vör, inn á þennan markað. Þessir nýju áfangastaðir urðu fyrir valinu vegna þess að við höfum bæði fundið fyrir áhuga Íslendinga á þeim, en ekki síst fyrir miklum áhuga frá öllum þessum stöðum á Íslandi. Í þessu ákveðna tilfelli þá ræður erlendur áhugi á Íslandi mestu um hvaða staðir urðu fyrir valinu.“ Að sögn Skúla er alveg ljóst að þessi auknu umsvif muni kalla á viðbótarfjárfestingu í félaginu, en tilkynnt var í síðasta mánuði að hann hefði lagt því til hálfan milljarð króna til að styrkja stöðu þess. Fjárfestingafélag Skúla, Títan, er eini eigandi Wow air. „Ég legg áherslu á að svona uppbygging er að lágmarki þriggja ára verkefni. Þessu fylgir mikill upphafskostnaður en að sama skapi er þetta gríðarlega áhugaverður markaður. Erlendir ferðamenn skila 158 milljörðum króna inn í þjóðarbúið árlega. Kakan er því orðin ansi stór og mun enn stækka svo framarlega sem stjórnvöld fara ekki að krukka of mikið í þennan geira. Það er alveg ljóst að það kallar á töluverða fjárfestingu að koma á fót svona ferðaþjónustufélagi. Þær fjárfestingar verða umtalsverðar næstu árin. En ég er bjartsýnn á að við getum byggt upp öflugt félag til lengri tíma. Að svo stöddu er ég mjög sáttur við að fjármagna félagið sjálfur. En ég mun ekki útiloka að taka fleiri með mér í lið þegar það er komin meiri reynsla á þetta.“ thordur@frettabladid.is Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Wow air ætlar að auka tíðni fluga og bæta við nýjum áfangastöðum næsta sumar. Vegna þessa verður ráðist í leigu á fleiri flugvélum og hefur verið gengið frá því að þrjár Airbus-vélar þjónusti félagið á næsta ári. Sætaframboð Wow air mun tvöfaldast við þetta og verða um 280 þúsund á árinu 2013. Skúli Mogensen, forstjóri og aðaleigandi Wow air, segir ljóst að hin auknu umsvif muni kalla á aukna fjárfestingu í félaginu á næstu árum til viðbótar við þær 500 milljónir króna sem hann lagði félaginu til í lok ágúst síðastliðins. Skúli ætlar sjálfur að fjármagna þá aukningu en útilokar ekki að fá fleiri hluthafa að þegar meiri reynsla er komin á verkefnið. Stefnt er að því að Wow air skili hagnaði eftir tvö til þrjú ár. Wow air mun hefja áætlunarflug til Amsterdam, Mílanó og Düsseldorf næsta sumar. Auk þess ætlar félagið að fjölga ferðum sínum til Londum upp í átta á viku og fljúga sex sinnum í viku til Kaupmannahafnar næsta sumar. Áfangastaðir Wow air verða því þrettán talsins næsta sumar. Skúli segir ástæðu þess að ráðist sé í þessa innspýtingu vera góð viðbrögð viðskiptavina gagnvart Wow air á fyrsta starfsári félagsins. „Við teljum tvímælalaust þörf fyrir félag eins og Wow, sem getur boðið lægsta verð með bros á vör, inn á þennan markað. Þessir nýju áfangastaðir urðu fyrir valinu vegna þess að við höfum bæði fundið fyrir áhuga Íslendinga á þeim, en ekki síst fyrir miklum áhuga frá öllum þessum stöðum á Íslandi. Í þessu ákveðna tilfelli þá ræður erlendur áhugi á Íslandi mestu um hvaða staðir urðu fyrir valinu.“ Að sögn Skúla er alveg ljóst að þessi auknu umsvif muni kalla á viðbótarfjárfestingu í félaginu, en tilkynnt var í síðasta mánuði að hann hefði lagt því til hálfan milljarð króna til að styrkja stöðu þess. Fjárfestingafélag Skúla, Títan, er eini eigandi Wow air. „Ég legg áherslu á að svona uppbygging er að lágmarki þriggja ára verkefni. Þessu fylgir mikill upphafskostnaður en að sama skapi er þetta gríðarlega áhugaverður markaður. Erlendir ferðamenn skila 158 milljörðum króna inn í þjóðarbúið árlega. Kakan er því orðin ansi stór og mun enn stækka svo framarlega sem stjórnvöld fara ekki að krukka of mikið í þennan geira. Það er alveg ljóst að það kallar á töluverða fjárfestingu að koma á fót svona ferðaþjónustufélagi. Þær fjárfestingar verða umtalsverðar næstu árin. En ég er bjartsýnn á að við getum byggt upp öflugt félag til lengri tíma. Að svo stöddu er ég mjög sáttur við að fjármagna félagið sjálfur. En ég mun ekki útiloka að taka fleiri með mér í lið þegar það er komin meiri reynsla á þetta.“ thordur@frettabladid.is
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira