Steingrímur J.: Greiðslur úr takti "við íslenskan veruleika“ Magnús Halldórsson skrifar 25. september 2012 12:04 Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra. Launakostnaður slitstjórnar Glitnis er úr öllum tengslum við íslenskan veruleika, segir Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra. Hann segir þó mikilvægt fyrir fólk að átta sig á því að kostnaður íslenska ríkisins vegna þessa sé enginn. Lífeyrissjóðirnir Gildi og Lífeyrissjóður verzlunarmanna fengu síðastliðinn föstudag ítarlegar upplýsingar um launakostnað slitstjórnar- og skilanefndarmanna þrotabús Glitnis. Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær, er megn óánægja hjá stjórnum sjóðanna með hversu háar greiðslur hafa farið úr þrotabúinu til slitastjórnar- og skilanefndarmanna, þar sér í lagi lögmannanna Páls Eiríkssonar og Steinunnar Guðbjartsdóttur, sem sitja í slitastjórn bankans. Frá árinu 2009 hafa þau fengið greiðslur upp á samtals ríflega 850 milljónir króna úr þrotabúinu, þegar greiðslur vegna fulltrúa sem starfa fyrir þau eru meðtaldar. Skilanefndarmennirnir Árni Tómasson og Heimir Haraldsson, sem hættu störfum um síðustu áramót, fengu samtals um 252 milljónir króna vegna starfa sinna. Tímakaup formanns slitastjórnar, Steinunnar, samkvæmt gögnunum sem lífeyrissjóðirnir fengu afhent á föstudag og fréttastofa hefur undir höndum, er 35 þúsund og fimm hundruð krónur. Páll er með aðeins lægra tímakaup, eða 29 þúsund og fimm hundruð krónur á tímann, í útseldri vinnu. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að hann skildi vel að íslenskir kröfuhafar væru óánægðir með þennan háa kostnað. „Þessar greiðslur eru algjörlega úr takti við íslenskan veruleika, og það er vel skiljanlegt að íslenskir kröfuhafar séu óánægðir með þær, þó erlendir kröfuhafar hafi hugsanlega einhverjar aðrar hugmyndir um hvað sé eðlilegt." Steingrímur segir að fólk verði þó að hafa það í huga að ekki sé króna að fara úr ríkissjóði vegna þessa kostnaðar. Það séu einungis kröfuhafar sem greiði kostnaðinn, og að slitastjórnirnar séu dómsskipaðar. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að ríkissjóður ber ekki kostnað af þessum greiðslum, heldur einungis kröfuhafar. Stjórnvöld hafa ekki nein úrræði á hendi til þess að grípa inn í, þegar að þessu kemur," sagði Steingrímur að loknum fundi í morgun. Tengdar fréttir Rekstrarkostnaður Glitnis jókst milli ára Kostnaður við rekstur þrotabús Glitnis var 3,9 milljarðar á fyrri helmingi ársins. Hann jókst um 35 prósent á milli ára, aðallega vegna aukins kostnaðar við gerð nauðasamnings. Stærsti kostnaðarliðurinn er vegna erlendrar ráðgjafar. 22. september 2012 07:00 Fengu tæplega 200 milljónir króna frá þrotabúi Glitnis Lögmennirnir Páll Eiríksson og Steinunn Guðbjartsdóttir fengu tæplega 200 milljónir króna frá þrotabúi Glitnis í fyrra vegna vinnu sinnar fyrir slitastjórn bankans. Samanlagðar greiðslur til þeirra beggja, með útseldri vinnu fulltrúa á þeirra vegum, hafa numið meira en 850 milljónum króna frá árinu 2009. 24. september 2012 18:29 Árni og Heimir fengu tæplega 252 milljónir fyrir störf sín Árni Tómasson, sem var formaður skilanefndar Glitnis þangað til hún var aflögð um síðustu áramót, og Heimir Haraldsson, sem sæti átti í skilanefndinni, hafa fengið samtals greiddar tæplega 252 milljónir króna frá þrotabúi Glitnis vegna starfa sinna fyrir skilanefndina. 24. september 2012 20:56 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Launakostnaður slitstjórnar Glitnis er úr öllum tengslum við íslenskan veruleika, segir Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra. Hann segir þó mikilvægt fyrir fólk að átta sig á því að kostnaður íslenska ríkisins vegna þessa sé enginn. Lífeyrissjóðirnir Gildi og Lífeyrissjóður verzlunarmanna fengu síðastliðinn föstudag ítarlegar upplýsingar um launakostnað slitstjórnar- og skilanefndarmanna þrotabús Glitnis. Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær, er megn óánægja hjá stjórnum sjóðanna með hversu háar greiðslur hafa farið úr þrotabúinu til slitastjórnar- og skilanefndarmanna, þar sér í lagi lögmannanna Páls Eiríkssonar og Steinunnar Guðbjartsdóttur, sem sitja í slitastjórn bankans. Frá árinu 2009 hafa þau fengið greiðslur upp á samtals ríflega 850 milljónir króna úr þrotabúinu, þegar greiðslur vegna fulltrúa sem starfa fyrir þau eru meðtaldar. Skilanefndarmennirnir Árni Tómasson og Heimir Haraldsson, sem hættu störfum um síðustu áramót, fengu samtals um 252 milljónir króna vegna starfa sinna. Tímakaup formanns slitastjórnar, Steinunnar, samkvæmt gögnunum sem lífeyrissjóðirnir fengu afhent á föstudag og fréttastofa hefur undir höndum, er 35 þúsund og fimm hundruð krónur. Páll er með aðeins lægra tímakaup, eða 29 þúsund og fimm hundruð krónur á tímann, í útseldri vinnu. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að hann skildi vel að íslenskir kröfuhafar væru óánægðir með þennan háa kostnað. „Þessar greiðslur eru algjörlega úr takti við íslenskan veruleika, og það er vel skiljanlegt að íslenskir kröfuhafar séu óánægðir með þær, þó erlendir kröfuhafar hafi hugsanlega einhverjar aðrar hugmyndir um hvað sé eðlilegt." Steingrímur segir að fólk verði þó að hafa það í huga að ekki sé króna að fara úr ríkissjóði vegna þessa kostnaðar. Það séu einungis kröfuhafar sem greiði kostnaðinn, og að slitastjórnirnar séu dómsskipaðar. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að ríkissjóður ber ekki kostnað af þessum greiðslum, heldur einungis kröfuhafar. Stjórnvöld hafa ekki nein úrræði á hendi til þess að grípa inn í, þegar að þessu kemur," sagði Steingrímur að loknum fundi í morgun.
Tengdar fréttir Rekstrarkostnaður Glitnis jókst milli ára Kostnaður við rekstur þrotabús Glitnis var 3,9 milljarðar á fyrri helmingi ársins. Hann jókst um 35 prósent á milli ára, aðallega vegna aukins kostnaðar við gerð nauðasamnings. Stærsti kostnaðarliðurinn er vegna erlendrar ráðgjafar. 22. september 2012 07:00 Fengu tæplega 200 milljónir króna frá þrotabúi Glitnis Lögmennirnir Páll Eiríksson og Steinunn Guðbjartsdóttir fengu tæplega 200 milljónir króna frá þrotabúi Glitnis í fyrra vegna vinnu sinnar fyrir slitastjórn bankans. Samanlagðar greiðslur til þeirra beggja, með útseldri vinnu fulltrúa á þeirra vegum, hafa numið meira en 850 milljónum króna frá árinu 2009. 24. september 2012 18:29 Árni og Heimir fengu tæplega 252 milljónir fyrir störf sín Árni Tómasson, sem var formaður skilanefndar Glitnis þangað til hún var aflögð um síðustu áramót, og Heimir Haraldsson, sem sæti átti í skilanefndinni, hafa fengið samtals greiddar tæplega 252 milljónir króna frá þrotabúi Glitnis vegna starfa sinna fyrir skilanefndina. 24. september 2012 20:56 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Rekstrarkostnaður Glitnis jókst milli ára Kostnaður við rekstur þrotabús Glitnis var 3,9 milljarðar á fyrri helmingi ársins. Hann jókst um 35 prósent á milli ára, aðallega vegna aukins kostnaðar við gerð nauðasamnings. Stærsti kostnaðarliðurinn er vegna erlendrar ráðgjafar. 22. september 2012 07:00
Fengu tæplega 200 milljónir króna frá þrotabúi Glitnis Lögmennirnir Páll Eiríksson og Steinunn Guðbjartsdóttir fengu tæplega 200 milljónir króna frá þrotabúi Glitnis í fyrra vegna vinnu sinnar fyrir slitastjórn bankans. Samanlagðar greiðslur til þeirra beggja, með útseldri vinnu fulltrúa á þeirra vegum, hafa numið meira en 850 milljónum króna frá árinu 2009. 24. september 2012 18:29
Árni og Heimir fengu tæplega 252 milljónir fyrir störf sín Árni Tómasson, sem var formaður skilanefndar Glitnis þangað til hún var aflögð um síðustu áramót, og Heimir Haraldsson, sem sæti átti í skilanefndinni, hafa fengið samtals greiddar tæplega 252 milljónir króna frá þrotabúi Glitnis vegna starfa sinna fyrir skilanefndina. 24. september 2012 20:56
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent