Stjórnarformaður Orkuveitunnar vill kanna Ölfussamning betur Karen Kjartansdóttir skrifar 13. október 2012 18:40 Haraldur Flosi. Fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur og forstjóri fyrirtækisins kunna að hafa farið út fyrir umboð sitt þegar þeir gerðu samninga um peningagreiðslur til Ölfuss vegna Hellisheiðarvirkjunar. Málið þarfnast frekari skoðunar að mati núverandi stjórnarformanns. Árið 2006 gerði Orkuveita Reykjavíkur samning við sveitarfélagið Ölfus vegna virkjana á Hellisheiði. Hann fól meðal annars í sér rúmlega 52 milljón króna greiðslu Orkuveitunnar til þáverandi bæjarstjórnar og bæjarstjóra Ölfus vegna aukinna umsvifa og álags. Úttektarnefnd um Orkuveituna sem kynnti niðurstöður sínar telur að þessir samningar um greiðslur vegna óskilgreindra verkefna þarfnist frekari skoðunar. Þá fékk sveitarfélagið 75 milljónir greiddar vegna uppgræðslustarfa vegna rasks. Þessar 75 milljónir eru í Uppgræðslusjóði Ölfuss en síðar var ákveðið að vextir af þeim fjármunum yrðu nýttir til fjölbreyttra uppgræðsluverkefna en ekki aðeins vegna rasks við virkjunina. Einnig stóð til að Orkuveita Reykjavíkur myndi greiða ýmsan kostnað í Ölfusi svo sem veglýsingu og lagningu ljósleiðara inn á heimili í sveitarfélaginu. En Orkuveitan hefur ekki staðið við þann hluta samningsins. Reyndar mun sveitarfélagið hafa leitað óformlega eftir því að Orkuveitan stæði við allan samninginn en Haraldur Flosi Tryggvason, núverandi stjórnarformaður mun hafa svarað því þannig til að partíið væri búið, samningurinn yrði ekki fullefndur. Er þetta rétt eftir þér haft? „Ég man nú ekki nákvæmlega orðalagið, kannski var þetta svona, en efnislega þá er það rétt að ég hef lýst þeirri afstöðu minni að þessi samningur verði ekki efndur að fullu að óathuguðu máli að minnsta kosti. Hugsanlega eiga þeir lögformlegan rétt á því að þetta verði gert," segir Haraldur Flosi. En er hugsanlegt að fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar og forstjóri hafi farið út fyrir umboð sitt með þessum samning? „Það gæti verið, það þarfnast ferkari skoðunar," segir Haraldur. Spurður hvort þetta gæti verið ólögmætur samningur svarar Haraldur: „Það gæti verið flókin staða sem skapast við það já." Hann segir að ef samningurinn reynist löglegur þurfi Orkuveitan að efna hann. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur og forstjóri fyrirtækisins kunna að hafa farið út fyrir umboð sitt þegar þeir gerðu samninga um peningagreiðslur til Ölfuss vegna Hellisheiðarvirkjunar. Málið þarfnast frekari skoðunar að mati núverandi stjórnarformanns. Árið 2006 gerði Orkuveita Reykjavíkur samning við sveitarfélagið Ölfus vegna virkjana á Hellisheiði. Hann fól meðal annars í sér rúmlega 52 milljón króna greiðslu Orkuveitunnar til þáverandi bæjarstjórnar og bæjarstjóra Ölfus vegna aukinna umsvifa og álags. Úttektarnefnd um Orkuveituna sem kynnti niðurstöður sínar telur að þessir samningar um greiðslur vegna óskilgreindra verkefna þarfnist frekari skoðunar. Þá fékk sveitarfélagið 75 milljónir greiddar vegna uppgræðslustarfa vegna rasks. Þessar 75 milljónir eru í Uppgræðslusjóði Ölfuss en síðar var ákveðið að vextir af þeim fjármunum yrðu nýttir til fjölbreyttra uppgræðsluverkefna en ekki aðeins vegna rasks við virkjunina. Einnig stóð til að Orkuveita Reykjavíkur myndi greiða ýmsan kostnað í Ölfusi svo sem veglýsingu og lagningu ljósleiðara inn á heimili í sveitarfélaginu. En Orkuveitan hefur ekki staðið við þann hluta samningsins. Reyndar mun sveitarfélagið hafa leitað óformlega eftir því að Orkuveitan stæði við allan samninginn en Haraldur Flosi Tryggvason, núverandi stjórnarformaður mun hafa svarað því þannig til að partíið væri búið, samningurinn yrði ekki fullefndur. Er þetta rétt eftir þér haft? „Ég man nú ekki nákvæmlega orðalagið, kannski var þetta svona, en efnislega þá er það rétt að ég hef lýst þeirri afstöðu minni að þessi samningur verði ekki efndur að fullu að óathuguðu máli að minnsta kosti. Hugsanlega eiga þeir lögformlegan rétt á því að þetta verði gert," segir Haraldur Flosi. En er hugsanlegt að fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar og forstjóri hafi farið út fyrir umboð sitt með þessum samning? „Það gæti verið, það þarfnast ferkari skoðunar," segir Haraldur. Spurður hvort þetta gæti verið ólögmætur samningur svarar Haraldur: „Það gæti verið flókin staða sem skapast við það já." Hann segir að ef samningurinn reynist löglegur þurfi Orkuveitan að efna hann.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira