Viðskipti innlent

Fréttatíminn er til sölu

Vikublaðið Fréttatíminn er til sölu. DV greinir frá þessu í dag og þar segir að söluverðið sé á bilinu 65 til 70 milljónir kr.

DV ræðir við Helga Þorsteinsson um málið en hann mun vera í forsvari fyrir hóp fjárfesta sem vilja kaupa Fréttatímann. Helgi vill þó ekki staðfesta fyrrgreint verð né greina frá því hverjir séu með honum í fjárfestahópnum.

Fram kemur í DV að reynt hafi verið að selja Fréttatímann fyrir síðustu áramót en þá hafi verið farið fram á yfir hundrað milljónir kr. fyrir blaðið, verð sem kaupendur voru ekki reiðubúnir að greiða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×