Þórarinn: „Milljón dollara spurningin“ Magnús Halldórsson skrifar 14. nóvember 2012 19:30 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Stýrivextir hafa hækkað um nærri tvö prósentustig á rúmlega einu ári og eru nú sex prósent, en aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að á meðan verðbólgan sé langt fyrir ofan verðbólgumarkmið þá verði vextir einnig háir. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans og Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynntu ákvörðun Peningastefnunefndar um að hækka vexta bankans um 0,25 prósentustig í morgun. Líkt og oft áður er það verðbólgan sem er að reynast íslensku efnahagslífi erfið. Stýrivextir Seðlabankans hafa hækkað nokkuð ört af þessum sökum, en 23. ágúst í fyrra voru þeir 4,25 prósent en í dag eru þeir 6 prósent. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út í dag, er fjallað ítarlega um stöðu efnahagsmála, og undirliggjandi ástæður fyrir hækkun vaxta. Verðbólgan er enn yfir 2,5 prósent markmiði seðlabankans, en í október mældist hún 4,2 prósent á ársgrundvelli. Spá seðlabankans gerir ráð fyrir að markmiðið náist árið 2014. Þá er gert ráð fyrir minni hagvexti á þessu ári en fyrri spár gerðu ráð fyrir, eða 2,5 prósent, en á næsta ári gerir spá bankans ráð fyrir þrjú prósent hagvexti. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að verðbólgan sé enn of há hér á landi miðað við víðast hvar annars staðar í heiminum, og því sé vaxtastigið að sama skapi hærra, en óvissa sé ávallt fyrir hendi þegar kemur að gengi krónunnar. Sp. blm. Einhverjir spyrja sig kannski að því hvort hærri vextir fari ekki beint út í fjármagnskostnað, og þaðan út í verðlagið. Er hækkun vaxta eitthvað að slá á verðbólgu? „Þetta er auðvitað milljón dollara spurningin. Til þess að geta verið viss, þyrftum við að vita hvað hefði gerst ef við hefðum ekki hækkað vexti, en við höfum ekki svarið við því. Rannsóknir og reynsla frá öðrum löndum segir hins vegar að vextir slá á verðbólgu, og það er erfitt að sjá hvers vegna staðan ætti að vera önnur hér," segir Þórarinn. Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Stýrivextir hafa hækkað um nærri tvö prósentustig á rúmlega einu ári og eru nú sex prósent, en aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að á meðan verðbólgan sé langt fyrir ofan verðbólgumarkmið þá verði vextir einnig háir. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans og Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynntu ákvörðun Peningastefnunefndar um að hækka vexta bankans um 0,25 prósentustig í morgun. Líkt og oft áður er það verðbólgan sem er að reynast íslensku efnahagslífi erfið. Stýrivextir Seðlabankans hafa hækkað nokkuð ört af þessum sökum, en 23. ágúst í fyrra voru þeir 4,25 prósent en í dag eru þeir 6 prósent. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út í dag, er fjallað ítarlega um stöðu efnahagsmála, og undirliggjandi ástæður fyrir hækkun vaxta. Verðbólgan er enn yfir 2,5 prósent markmiði seðlabankans, en í október mældist hún 4,2 prósent á ársgrundvelli. Spá seðlabankans gerir ráð fyrir að markmiðið náist árið 2014. Þá er gert ráð fyrir minni hagvexti á þessu ári en fyrri spár gerðu ráð fyrir, eða 2,5 prósent, en á næsta ári gerir spá bankans ráð fyrir þrjú prósent hagvexti. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að verðbólgan sé enn of há hér á landi miðað við víðast hvar annars staðar í heiminum, og því sé vaxtastigið að sama skapi hærra, en óvissa sé ávallt fyrir hendi þegar kemur að gengi krónunnar. Sp. blm. Einhverjir spyrja sig kannski að því hvort hærri vextir fari ekki beint út í fjármagnskostnað, og þaðan út í verðlagið. Er hækkun vaxta eitthvað að slá á verðbólgu? „Þetta er auðvitað milljón dollara spurningin. Til þess að geta verið viss, þyrftum við að vita hvað hefði gerst ef við hefðum ekki hækkað vexti, en við höfum ekki svarið við því. Rannsóknir og reynsla frá öðrum löndum segir hins vegar að vextir slá á verðbólgu, og það er erfitt að sjá hvers vegna staðan ætti að vera önnur hér," segir Þórarinn.
Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira