Þórarinn: „Milljón dollara spurningin“ Magnús Halldórsson skrifar 14. nóvember 2012 19:30 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Stýrivextir hafa hækkað um nærri tvö prósentustig á rúmlega einu ári og eru nú sex prósent, en aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að á meðan verðbólgan sé langt fyrir ofan verðbólgumarkmið þá verði vextir einnig háir. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans og Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynntu ákvörðun Peningastefnunefndar um að hækka vexta bankans um 0,25 prósentustig í morgun. Líkt og oft áður er það verðbólgan sem er að reynast íslensku efnahagslífi erfið. Stýrivextir Seðlabankans hafa hækkað nokkuð ört af þessum sökum, en 23. ágúst í fyrra voru þeir 4,25 prósent en í dag eru þeir 6 prósent. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út í dag, er fjallað ítarlega um stöðu efnahagsmála, og undirliggjandi ástæður fyrir hækkun vaxta. Verðbólgan er enn yfir 2,5 prósent markmiði seðlabankans, en í október mældist hún 4,2 prósent á ársgrundvelli. Spá seðlabankans gerir ráð fyrir að markmiðið náist árið 2014. Þá er gert ráð fyrir minni hagvexti á þessu ári en fyrri spár gerðu ráð fyrir, eða 2,5 prósent, en á næsta ári gerir spá bankans ráð fyrir þrjú prósent hagvexti. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að verðbólgan sé enn of há hér á landi miðað við víðast hvar annars staðar í heiminum, og því sé vaxtastigið að sama skapi hærra, en óvissa sé ávallt fyrir hendi þegar kemur að gengi krónunnar. Sp. blm. Einhverjir spyrja sig kannski að því hvort hærri vextir fari ekki beint út í fjármagnskostnað, og þaðan út í verðlagið. Er hækkun vaxta eitthvað að slá á verðbólgu? „Þetta er auðvitað milljón dollara spurningin. Til þess að geta verið viss, þyrftum við að vita hvað hefði gerst ef við hefðum ekki hækkað vexti, en við höfum ekki svarið við því. Rannsóknir og reynsla frá öðrum löndum segir hins vegar að vextir slá á verðbólgu, og það er erfitt að sjá hvers vegna staðan ætti að vera önnur hér," segir Þórarinn. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Stýrivextir hafa hækkað um nærri tvö prósentustig á rúmlega einu ári og eru nú sex prósent, en aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að á meðan verðbólgan sé langt fyrir ofan verðbólgumarkmið þá verði vextir einnig háir. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans og Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynntu ákvörðun Peningastefnunefndar um að hækka vexta bankans um 0,25 prósentustig í morgun. Líkt og oft áður er það verðbólgan sem er að reynast íslensku efnahagslífi erfið. Stýrivextir Seðlabankans hafa hækkað nokkuð ört af þessum sökum, en 23. ágúst í fyrra voru þeir 4,25 prósent en í dag eru þeir 6 prósent. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út í dag, er fjallað ítarlega um stöðu efnahagsmála, og undirliggjandi ástæður fyrir hækkun vaxta. Verðbólgan er enn yfir 2,5 prósent markmiði seðlabankans, en í október mældist hún 4,2 prósent á ársgrundvelli. Spá seðlabankans gerir ráð fyrir að markmiðið náist árið 2014. Þá er gert ráð fyrir minni hagvexti á þessu ári en fyrri spár gerðu ráð fyrir, eða 2,5 prósent, en á næsta ári gerir spá bankans ráð fyrir þrjú prósent hagvexti. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að verðbólgan sé enn of há hér á landi miðað við víðast hvar annars staðar í heiminum, og því sé vaxtastigið að sama skapi hærra, en óvissa sé ávallt fyrir hendi þegar kemur að gengi krónunnar. Sp. blm. Einhverjir spyrja sig kannski að því hvort hærri vextir fari ekki beint út í fjármagnskostnað, og þaðan út í verðlagið. Er hækkun vaxta eitthvað að slá á verðbólgu? „Þetta er auðvitað milljón dollara spurningin. Til þess að geta verið viss, þyrftum við að vita hvað hefði gerst ef við hefðum ekki hækkað vexti, en við höfum ekki svarið við því. Rannsóknir og reynsla frá öðrum löndum segir hins vegar að vextir slá á verðbólgu, og það er erfitt að sjá hvers vegna staðan ætti að vera önnur hér," segir Þórarinn.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira