Þórarinn: „Milljón dollara spurningin“ Magnús Halldórsson skrifar 14. nóvember 2012 19:30 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Stýrivextir hafa hækkað um nærri tvö prósentustig á rúmlega einu ári og eru nú sex prósent, en aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að á meðan verðbólgan sé langt fyrir ofan verðbólgumarkmið þá verði vextir einnig háir. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans og Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynntu ákvörðun Peningastefnunefndar um að hækka vexta bankans um 0,25 prósentustig í morgun. Líkt og oft áður er það verðbólgan sem er að reynast íslensku efnahagslífi erfið. Stýrivextir Seðlabankans hafa hækkað nokkuð ört af þessum sökum, en 23. ágúst í fyrra voru þeir 4,25 prósent en í dag eru þeir 6 prósent. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út í dag, er fjallað ítarlega um stöðu efnahagsmála, og undirliggjandi ástæður fyrir hækkun vaxta. Verðbólgan er enn yfir 2,5 prósent markmiði seðlabankans, en í október mældist hún 4,2 prósent á ársgrundvelli. Spá seðlabankans gerir ráð fyrir að markmiðið náist árið 2014. Þá er gert ráð fyrir minni hagvexti á þessu ári en fyrri spár gerðu ráð fyrir, eða 2,5 prósent, en á næsta ári gerir spá bankans ráð fyrir þrjú prósent hagvexti. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að verðbólgan sé enn of há hér á landi miðað við víðast hvar annars staðar í heiminum, og því sé vaxtastigið að sama skapi hærra, en óvissa sé ávallt fyrir hendi þegar kemur að gengi krónunnar. Sp. blm. Einhverjir spyrja sig kannski að því hvort hærri vextir fari ekki beint út í fjármagnskostnað, og þaðan út í verðlagið. Er hækkun vaxta eitthvað að slá á verðbólgu? „Þetta er auðvitað milljón dollara spurningin. Til þess að geta verið viss, þyrftum við að vita hvað hefði gerst ef við hefðum ekki hækkað vexti, en við höfum ekki svarið við því. Rannsóknir og reynsla frá öðrum löndum segir hins vegar að vextir slá á verðbólgu, og það er erfitt að sjá hvers vegna staðan ætti að vera önnur hér," segir Þórarinn. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Stýrivextir hafa hækkað um nærri tvö prósentustig á rúmlega einu ári og eru nú sex prósent, en aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að á meðan verðbólgan sé langt fyrir ofan verðbólgumarkmið þá verði vextir einnig háir. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans og Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynntu ákvörðun Peningastefnunefndar um að hækka vexta bankans um 0,25 prósentustig í morgun. Líkt og oft áður er það verðbólgan sem er að reynast íslensku efnahagslífi erfið. Stýrivextir Seðlabankans hafa hækkað nokkuð ört af þessum sökum, en 23. ágúst í fyrra voru þeir 4,25 prósent en í dag eru þeir 6 prósent. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út í dag, er fjallað ítarlega um stöðu efnahagsmála, og undirliggjandi ástæður fyrir hækkun vaxta. Verðbólgan er enn yfir 2,5 prósent markmiði seðlabankans, en í október mældist hún 4,2 prósent á ársgrundvelli. Spá seðlabankans gerir ráð fyrir að markmiðið náist árið 2014. Þá er gert ráð fyrir minni hagvexti á þessu ári en fyrri spár gerðu ráð fyrir, eða 2,5 prósent, en á næsta ári gerir spá bankans ráð fyrir þrjú prósent hagvexti. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að verðbólgan sé enn of há hér á landi miðað við víðast hvar annars staðar í heiminum, og því sé vaxtastigið að sama skapi hærra, en óvissa sé ávallt fyrir hendi þegar kemur að gengi krónunnar. Sp. blm. Einhverjir spyrja sig kannski að því hvort hærri vextir fari ekki beint út í fjármagnskostnað, og þaðan út í verðlagið. Er hækkun vaxta eitthvað að slá á verðbólgu? „Þetta er auðvitað milljón dollara spurningin. Til þess að geta verið viss, þyrftum við að vita hvað hefði gerst ef við hefðum ekki hækkað vexti, en við höfum ekki svarið við því. Rannsóknir og reynsla frá öðrum löndum segir hins vegar að vextir slá á verðbólgu, og það er erfitt að sjá hvers vegna staðan ætti að vera önnur hér," segir Þórarinn.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira