Viðskipti innlent

Greining spáir 25 punkta hækkun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Greining Íslandsbanka og Greiningadeild Arion banka spá því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti sína um 0,25 prósentustig á næsta vaxtaákvörðunarfundi, sem verður 14. nóvember næstkomandi.

Greining Íslandsbanka segir að meginforsenda hækkunarinnar muni vera dekkri verðbólguhorfur í ljósi þróunar gengis krónunnar undanfarið. Á móti vegi að heldur hægi nú á vexti innlendrar eftirspurnar og að verðbólguþróunin undanfarið hafi verið öllu hagfelldari en gert var ráð fyrir í síðustu spá Seðlabankans, sem er frá því í ágúst síðastliðnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×