Viðskipti innlent

Enn hækkar metaneldsneytið

Verð fyrir rúmmetra af metaneldsneyti á bíla var hækkað um 19 krónur fyrir helgi og kostar hann nú 149 krónur.

Gasið, sem verður til á ruslahaugunum í Álfsnesi og er því innlend framleiðsla, var líka hækkað í vor og fyrir síðustu jól.

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að það hafi hækkað um tugi prósenta í verði frá því farið var að selja það á bíla. Þrátt fyrir þessar hækkanir mun enn vera ódýrara að aka á metani en bensíni eða dísilolíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×