Viðskipti innlent

Eignir bankana lækkuðu um tæpa 106 milljarða í júní

Heildareignir innlánsstofnana námu 2.837 milljörðum kr. í lok júní og lækkuðu um 105,7 milljarða kr. í mánuðinum eða um 3,7%.

Lækkunin varð aðallega í erlendum eignum sem lækkuðu um 93 milljarða kr. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir einnig að í lok júní námu heildarskuldir innlánsstofnana 2.366 milljörðum kr. og lækkuðu um 114 milljarða kr. frá fyrra mánuði eða um 4,8%. Þar af voru innlendar skuldir 2.231 milljarðar kr. en erlendar skuldir 135 milljarðar kr.

Eigið fé innlánsstofnana nam tæpum 471 milljarði kr. í lok júní og jókst um 8,4 milljarða kr. frá fyrra mánuði.

Útlán Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankans hf. eru í þessum tölum metin á kaupvirði þ.e. því virði sem þessir aðilar keyptu útlánasafnið á af fyrirrennurum sínum. Lánasöfnin eru endurmetin reglulega sem getur leitt til hækkunar eða lækkunar á virði einstakra lána. Breytingar á útlánasafni þessara aðila geta því stafað af endurmati á virði lána eða af raunverulegum lánahreyfingum, að því er segir í hagtölunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×