Viðskipti innlent

Móðurfélag Norðuráls skilar 1,5 milljarða tapi

Century Aluminium, móðurfélag Norðuráls, skilaði 12,3 milljóna dollara eða um 1,5 milljarða króna, tapi á öðrum ársfjórðungi ársins.

Þetta er mun verri niðurstaða en á sama tímabili í fyrra þegar 24 milljónum dollara hagnaður varð af starfsemi félagsins.

Í tilkynningu um uppgjörið kemur m.a. fram að lágt heimsmarkaðsverð á áli spili stórt hlutverk í taprekstrinum. Þannig minnkaði sala félagsins úr rúmlega 366 milljónum dollara á öðrum ársfjórðungi í fyrra og niður í tæplega 333 milljónir dollara í ár.

Michael Bless forstjóri Century Aluminium segir í tilkynningunni að þeir hafi hoft upp á versnandi stöðu á mörkuðum sínum á undanförnum mánuðum. Þar á hann m.a. við vandamálin á evrusvæðinu og minnkandi hagvöxt í Kína. Hinsvegar hafi markaður þeirra í Bandaríkjunum haldið dampi enn sem komið er.

Bless er þó bjartsýnn á framtíðina til lengri tíma og býst við hagstæðari markaðsaðstæðum fyrir álframleiðendur í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×